Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

140. fundur 17. febrúar 2025 kl. 08:30 - 10:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri, fráfarandi hafnarstjóri, verkefnastjóri hafna sitja fundinn undir þessum lið.
Fiskeldissjóður hefur auglýst eftir umsóknum í sjóðinn fyrir árið 2025. Til úthlutunar eru kr. 456.100.000 en umsóknarfrestur er til 10. mars næst komandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna umsókn vegna tveggja verkefna í fiskeldissjóð. Um er að ræða stækkun við leikskólann Bjarkatún og hins vegar kaup á húsnæði fyrir þjónustumiðstöð Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir

2.Reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í Múlaþingi

Málsnúmer 202501242Vakta málsnúmer

Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.
Fallið hefur verið frá gerð reglna um stöðu lausafjármuna í Múlaþingi en tekið verður á þeim atriðum sem þær ávörpuðu í nýjum reglum um leyfisveitingar Múlaþings sem landeiganda, sem fjallað er um undir 3. lið fundarins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fallið verði frá gerð reglna um stöðu lausafjármuna í Múlaþingi.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson

3.Reglur um leyfisveitingar Múlaþings sem umráðanda lands vegna staðsetningar lausafjármuna

Málsnúmer 202501241Vakta málsnúmer

Þjónustufulltrúi á umhverfis- og framkvæmdasviði situr fundinn undir þessum lið.
Lagðar eru fyrir að nýju drög að reglum um leyfisveitingar Múlaþings í tengslum við útgáfu stöðuleyfa lausafjármuna (áður reglur um matar- og söluvagna). Reglurnar hafa tekið þónokkrum breytingum, bæði hvað varðar heiti þeirra og innihald, sem eru tilkomnar vegna áherslubreytinga m.a. með vísan í viðeigandi lög og reglugerðir.
Markmið reglanna eins og þær liggja fyrir nú er að skerpa á afgreiðsluferli í tengslum við staðsetningu lausafjármuna á umráðalandi sveitarfélagsins.
Jafnframt liggja fyrir umsagnir heimastjórna við fyrstu drög reglanna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum og vísar þeim til byggðaráðs til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson

4.Umferðaröryggisáætlun Múlaþings

Málsnúmer 202311243Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppfærðri umferðaröryggisáætlun Múlaþings ásamt lista yfir forgangsverkefni í tengslum við hana.
Jafnframt liggja fyrir umsagnir frá heimastjórnum og ráðum sveitarfélagsins. Brugðist hefur verið við ábendingum eftir atvikum og öðrum ábendingum komið í réttan farveg eftir efni þeirra, til að mynda hvað varðar hámarkshraða, gangstéttar og gönguþveranir.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umferðaröryggisáætlun Múlaþings og vísar henni til staðfestingar hjá sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

5.Auglýsing um umferð í Múlaþingi

Málsnúmer 202102223Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsagnir heimastjórna Múlaþings um fyrirliggjandi tillögur að breytingum á hámarkshraða í þéttbýliskjörnum. Verkefnið er hluti af Auglýsingu um umferð í Múlaþingi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir ábendingar sem koma fram í umsögnum heimastjórna og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna áfram að auglýsingunni í samráði við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða.

6.Lagfæring á vegi að Sænautaseli

Málsnúmer 202501173Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna að lagfæringum á vegkafla meðfram Sænautavatni í samvinnu við Vegagerðina.
Um er að ræða vegkafla sem tilheyrir Brúarvegi (F907) en hann er skilgreindur sem landsvegur og því hluti af þjóðvegakerfinu og þar með á forræði Vegagerðarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmönnum Vegagerðarinnar er unnið að því að tryggja fjármögnum vegna viðhalds á þessum vegi. Þeim upplýsingum og áætluðu viðhaldi fagnar umhverfis- og framkvæmdaráð.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

7.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefna á sviðinu.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd