Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

41. fundur 08. desember 2023 kl. 09:30 - 11:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri

1.Vegslóðar og utanvegaakstur

Málsnúmer 202210104Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mættu fulltrúar Ferðafélags Fljótsdalshéraðs þeir Þorvaldur P. Hjarðar og Þórhallur Þorsteinsson.

Til umræðu var slæmt ástand vegslóða sem liggur frá Kárahnjúkastíflu yfir Sauðárstíflu, gegnum Brúardali, framhjá Fagradal og yfir á veg F910 við Álftadalsá. Málið var áður á dagskrá heimastjórnar 8.11.2022 og í sveitarsjórn 14.12.2022.
Í máli Þorvaldar og Þórhalls kom fram að Ferðafélag Fljótsdalshéraðs er tilbúið til að taka að sér tímabundið veghald slóðans og tryggja að unnið verði að endurbótum á honum og fjármögnun þeirra að hluta. En ferðafélagið hefur nú þegar tryggt fjármagn í hluta framkvæmdanna.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn að gerður verði samningur við Ferðafélag Fljótsdalhéraðs um tímabundið veghald á umræddri vegslóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Bundið slitlag á fjölfarna vegi í sveitum Múlaþings

Málsnúmer 202311113Vakta málsnúmer

Að mati heimastjórnar Fljótsdalshéraðs er viðhaldi heimreiða og vega í dreifbýli Fljótsdalshéraðs ekki nógu vel sinnt. Ferðaþjónusta hefur verið vaxandi atvinnugrein í dreifbýlinu og umferð því aukist samhliða því. Íbúar dreifbýlisins sækja einnig atvinnu í mjög mörgum tilvikum frá heimili sínu og akstur með skólabörn á sér daglega stað um vegakerfi svæðisins. Góðir vegir eru því afar mikilvægir með öryggi og hagsmuni íbúa dreifbýlisins í huga. Heimastjórn leggur áherslu á að fjölfarnir vegir í dreifbýli Fljótsdalshéraðs verði lagðir bundnu slitlagi og reglulegu viðhaldi á öllum vegum og heimreiðum verði betur sinnt.

Heimastjórn minnir á bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.8.2023, sem gerð var í kjölfar bókunar heimastjórnar frá 8.12.2022, þar sem því er beint til Vegagerðarinnar að „láta gera úttekt á ástandi heimreiða í sveitarfélaginu en ástand þeirra er víða slæmt vegna skorts á viðhaldi og endurbótum.“

Þá er vakin athygli á að þessar áherslur heimastjórnar Fljótsdalshéraðs eru í samræmi við markmið um jákvæða byggðaþróun í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2024-20238, en þar segir: „Áfram verði unnið markvisst að lagningu bundins slitlags á tengivegi sem styðji við atvinnu- og byggðaþróun og auðveldi skólaakstur á svæðum sem nú búa við malarvegi. Við forgangsröðun uppbyggingar tengivega verði litið til umferðarþunga, ástands vega, akstursleiða skólaaksturs, vinnusóknar, ferðaþjónustu og óska sveitarfélaga.“

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til sveitarstjórnar Múlaþings að taka málið upp með Vegagerðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum, dagsettur 6.11. 2023, þar sem óskað er eftir afstöðu Múlaþings til nokkurra möguleika varðandi Unaós í kjölfar bruna á fjárhúsi og hlöðu síðast liðinn vetur.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að allt verði gert til að áfram megi vera sauðfjárbúskapur á Unaósi. Miklu skiptir að búseta sé með þeim hætti tryggð á staðnum. Sauðfjárbúskapur og búseta á Unaósi er einnig mikilvægur liður í auðvelda búskap á öðrum jörðum á Úthéraði, t.d. þegar kemur að smölun á svæði þar sem búseta hefur verið að grisjast. Auk þess er föst búseta á Unaósi mikilvægt öryggisatriði þegar kemur að viðbragði vegna ófærðar á Vatnsskarði.

Starfsmanni falið að senda svar heimastjórnar til Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ástand vegar 923 á Jökuldal

Málsnúmer 202311361Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20.11.2023, frá Stefaníu K. Karlsdóttur, um slæmt ástand á vegi 923 á Jökuldal og möguleg slys og ítreikaðar skemmdir á ökutækjmum vegna þess.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tekur undir með málsaðila um að ljúka þurfi við að byggja upp og leggja bundið slitlag á veg 923 að Grund þar sem einn fjölfarnasti ferðamannastaður Austurlands er staðsettur, sem er Stuðlagil.
Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að taka málið upp við samgönguyfirvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum. Tekið hefur verið tillit til þeirra umsagna og athugasemda sem bárust við kynningu skipulags- og matslýsingar.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.11. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fela starfsmanni að koma umsögn heimastjórnar til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Deiliskipulag, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202302194Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð á Eiðum.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 20.11. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sérstaklega skuli óskað eftir umsögn heimastjórnar Fljótsdalshéraðs sem náttúruverndarnefnd.

Heimastjórn felur starfsmanni að koma umsögn heimastjórnar til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga, uppfærð, verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Tekin er fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum þar sem meðal annars á að fjölga frístundalóðum um 15, fella út tjaldsvæði og fótboltavöll og gera breytingar á gatna- og göngustígakerfi.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.12.2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga um breytingu á deiliskipulagi Unalækjar á Völlum verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024

Málsnúmer 202311115Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings í janúar til júlí 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fundadagatalið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Húsnæðisáætlun Múlaþings 2024

Málsnúmer 202308176Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að endurskoðaðri 10 ára húsnæðisáætlun Múlaþings fyrir árið 2024.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 4.12.2023 var gerð eftirfarandi bókun:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að húsnæðisáætlun Múlaþings til umsagnar hjá heimastjórnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við áætlunina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Hreindýraarður 2023

Málsnúmer 202312049Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tölvupóstur frá Umhverfisstofnun, dagsettur 4. desember 2023, ásamt drögum að hreindýraarði fyrir árið 2023 á áfangasvæði / jarðir í sveitarfélaginu. Drögin liggja frammi til skoðunar á skrifstofum sveitarfélagsins frá 5. des. til 15. desember 2023 og er það sá frestur sem gefinn er til að gera skriflegar athugasemdir.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?