Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

81. fundur 27. mars 2023 kl. 08:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Björgvin Stefán Pétursson sat fundinn undir liðum nr.1-6 og lið nr.12.
Pétur Heimisson sat fundinn undir liðum nr. 5-12.
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir yfirgaf fundinn undir liðum nr. 10-11.

1.Kynning á hringrásarhagkerfinu og lausnum fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202303033Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir mögulegar leiðir til útfærslu á sorphirðu í samræmi við breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að útfæra þá leið sem rædd var á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 08:30

2.Búlandstindur, kynning á starfsemi og framtíðaráformum

Málsnúmer 202303150Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf. á Djúpavogi kynnir starfsemi og framtíðaráform fyrirtækisins með áherslu á uppbyggingu á hafnarsvæðinu í Gleðivík.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Elís Hlynur Grétarsson - mæting: 09:25

3.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207Vakta málsnúmer

Fundargerð 450. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun Hafnasambands Íslands við lið nr. 3 í fyrirliggjandi fundargerð sem er eftirfarandi:
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi felur í sér margar ábendingar sem áður hafa komið fram bæði af hendi sjávarútvegssveitarfélaga sem og fyrirtækja í fiskeldi. Sveitarfélögin hafa haft litla aðkomu að leyfisveitingaferli
frá upphafi. Þá hefur eftirlit með atvinnugreininni verið gagnrýnt þar sem skort hefur á samstarf við sveitarfélögin um slíkt ásamt því að tekjustofn af greininni hefur ekki verið tryggður til samfélaganna þar sem eldið er stundað. Einnig hefur verið óskýrt hvernig á að rukka hafnagjöld af þessari atvinnugrein. Skýrslan endurspeglar og dregur fram hve litla aðkomu sveitarfélögin hafa haft að umgjörð atvinnugreinarinnar, ákvarðanatöku og stefnumótun er varðar hana. Í þeirri vinnu sem framundan er á grundvelli skýrslunnar er nauðsynlegt að sveitarfélögin og hafnasjóðir komi að þeirri vinnu ásamt samtökum þeirra.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÁMS) sat hjá.

4.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri fjármála fór yfir stöðu tekna og gjalda á sviði skipulags- og byggingarmála.

Lagt fram til kynningar.
Formaður bar upp tillögu þess efnis að fundi yrði frestað sökum óvissuástands vegna ofnaflóða á svæðinu. Tillgan var samþykkt og fundi frestað til morguns.

Gestir

  • Vordís Jónsdóttir - mæting: 10:20

5.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202301213Vakta málsnúmer

Undir þessum lið vakti Björgvin Stefán Pétursson athygli á vanhæfi sínu sem framkvæmdastjóri Yggdrasill Carbon ehf. Formaður bar upp tillögu þess efnis sem var samþykkt samhljóða og vék hann af fund við umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Davíðsstaða. Sótt er um leyfi til ræktunar á 130 ha. skógi en í gildandi deiliskipulagi frá árinu 2021 og Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er þar gert ráð fyrir 50 ha. skógræktarsvæði. Málið var tekið fyrir á 78. fundi ráðsins þar sem afgreiðslu málsins var frestað þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Lögð eru fram gögn frá Skipulagsstofnun og lögfræðingi sveitarfélagsins vegna umsóknarinnar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Davíðsstaði þar sem rýmkaðar verða heimildir til skógræktar. Ráðið telur að hægt sé að fara með breytinguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÞB) sat hjá.

6.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur athugun Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur farið yfir framlögð gögn er lúta að því að leysa úr landbúnaðarnotum um 2,7 ha. svæði á Hákonarstöðum í því skyni að byggja upp ferðaþjónustu til að mæta þörf fyrir aðstöðu til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á svæðinu í samræmi við grein 5 í jarðalögum.
Það er mat ráðsins að svæðið sem leysa á úr landbúnaðarnotum sé ekki stærra en þörf krefur til fyrirhugaðrar uppbyggingar. Landeigandi hefur í samráði við skipulagsráðgjafa valið tiltekið svæði til uppbyggingar og ráðið telur ekki augljóst að um annan kost sé að ræða í því skyni sem henti síður til landbúnaðar eða jarðræktar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að fyrirkomulag í skipulagsáætlun geri með fullnægjandi hætti ráð fyrir að breytt landnotkun fari saman með landbúnaðarstarfsemi á svæðinu og afmörkun þess eigi ekki að hindra starfsemi við landbúnað á nærliggjandi svæðum. Ráðið vísar að öðru leyti til álits frá RML varðandi möguleika á ræktun og öflun heyforða á svæðinu til að bæta upp fyrir það sem tapast með breyttri landnotkun á jörðinni.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og gögnin lagfærð. Skipulagsfulltrúa verði falið að láta gera viðeigandi breytingar á skipulagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

7.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram að nýju umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundasvæði á Eiðum. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til þeirra með tilliti til áframhaldandi vinnu við skipulagsbreytinguna.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem hafa borist hafa við lýsinguna og telur mikilvægt að hafa þær til hliðsjónar við gerð vinnslutillögu. Bent er á að senda skipulagslýsinguna til umsagnar hjá Slökkviliði Múlaþings.
Komið hefur fram að þau áform sem kynnt voru í lýsingunni eru hugsuð til langs tíma. Ráðið getur fallist á að vinnslutillaga taki til fyrsta áfanga fyrirhugaðra áforma sem væru allt að 50 bústaðir en vísar frekari breytingum á aðalskipulaginu til gerðar nýs aðalskipulags. Þá telur ráðið mikilvægt að skipulagið taki mið af þeim náttúrugæðum sem svæðið hefur og verði mótað með þau í huga. Í því sambandi þarf að liggja fyrir vönduð greining á náttúrufari á svæðinu.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 2 (ÁMS og PH) sitja hjá.

8.Aðalskipulagsbreyting, Akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal

Málsnúmer 202108146Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir akstursíþróttasvæði undir Skagafelli á Eyvindarárdal er lokið. Ein athugasemd sem barst á auglýsingatíma auk umsagnar frá Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir athugasemdina en telur hana ekki gefa tilefni til að gera breytingar á fyrirliggjandi skipulagsáætlun og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÁHB) situr hjá.

9.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, íþróttasvæði

Málsnúmer 202109040Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir nýtt íþróttasvæði utan við Dyngju á Egilsstöðum og hverfisvernd umhverfis Gálgaklett lauk 16. mars síðast liðinn. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagsáætlun verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um að Múlaþing sæki um undanþágu til Innviðaráðuneytisins vegna fjarlægðar frá byggingarreitum að vegi að fyrirhugaðri frístundabyggð.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ræða við málsaðila um fækkun aðkomuleiða að frístundabyggðinni og jafnframt fjarlægðir frá byggingarreitum að vegi.

Samþykkt samhljóða.

11.Atvinnulóðir í Múlaþingi

Málsnúmer 202301126Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu atvinnulóða á Egilsstöðum og Fellabæ og möguleg kaup á landi til að tryggja landsvæði fyrir atvinnulóðir.
Skipulagsfulltrúi situr funinn undir þessum lið.

Frestað til næsta fundar.

12.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Lagt fram til kynningar.

Fulltrúar V-lista, L-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum.

Tillaga felld með 4 atkvæðum(EGG, ÞB, JB og BSP) gegn 3(ÁMS, ÁHB og PH).


Fulltrúar V-lista, L-lista og M-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við, fulltrúar VG, Miðflokks og Austurlista, fögnum því að íbúakönnunin hafi verið framkvæmd en hörmum mjög að ekki virðist eiga að líta til niðurstaðna hennar og að sveitarstjórn og Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings skuli ekki vilja lýsa yfir stuðningi við þann mikla meirihluta Seyðfirðinga sem eru andsnúnir fiskeldi í firðinum.

Niðurstaða byggðakjarnaspurningarinnar á Seyðisfirði var mjög afgerandi en 74% aðspurðra lýsa sig andvíga opnu sjókvíaeldi.

Í aðdraganda þess að Múlaþing var stofnað var talað um að byggja á íbúalýðræði og sérstöðu hvers byggðarkjarna. Sérstaða Seyðisfjarðar bæði byggir á og er ekki síst vilji íbúa til að vernda fjörðinn, ásjónu hans, náttúru og líffræðilegan fjölbreytileik.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?