- Þjónusta
- Mannlíf
- Afþreying og ýmis þjónusta
- Kort, vegvísar og upplýsingar
- Menning og listir
- Bókasöfn Múlaþings
- Héraðsskjalasafn Austfirðinga
- Minjasafn Austurlands
- Sláturhúsið, Menningarmiðstöð
- Skaftfell, Myndlistarmiðstöð
- Tækniminjasafn Austurlands
- Félagsheimili
- Herðubíó
- Langabúð, Djúpavogi
- Cittaslow, Djúpavogi
- Bóndavarðan, bæjarblað Djúpavogs
- Teigarhorn, Geislasteinasafn
- Árlegir viðburðir
- Útilistaverk
- Tankurinn
- Náttúra og útivist
- Um Múlaþing
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Hildur Þórisdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Pétur Heimisson og Þröstur Jónsson sem lagði fram bókun, Eyþór Stefánsson og Þröstur Jónsson.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir eftirfarandi ályktun heimastjórnar Seyðisfjarðar:
Heimastjórn Seyðisfjarðar og sveitarstjórn Múlaþings fara þess á leit við innviða- og fjármála- og efnahagsráðherra að þeir heimili Vegagerðinni að hefja undirbúning útboðs vegna Fjarðarheiðarganga. Lagasetning um jarðgangaframkvæmdir bíður niðurstöðu verkefnastofu um gjaldtöku í jarðgöng á Íslandi, ljóst má vera að að henni er stefnt. Niðurstöður verkefnastofunnar munu liggja fyrir á komandi mánuðum en þá tekur við a.m.k. þriggja mánaða ferli lagasetningar á Alþingi um nýtt tekjumódel vegna jarðganga. Því er afar brýnt að vinna þessi mál samhliða og Vegagerðin fái nú þegar heimild til að hefja útboðsferli vegna Fjarðarheiðarganga sem áætlað er að taki allt að 12 mánuði. Fjarðarheiðargöng eru næstu göng og tilbúin til framkvæmda en biðröðin eftir jarðgöngum um land allt er löng. Nauðsynlegt er að stjórnvöld sýni að það er raunverulegur vilji að leysa þann brýna samgönguvanda og taka nú þegar ákvarðanir sem binda endi á það alvarlega ástand sem ríkt hefur í samgönguúrbótum vegna rofs í jarðgangagerð undanfarin ár.
Heimastjórn Seyðisfjarðar ítrekar að í Svæðisskipulagi Austurlands 2022-2044 er lögð áhersla á að byggja Fjarðaheiðargöng og í framhaldi Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng með það að markmiði að hringtengja miðsvæði Austurlands.
Fjarðarheiðargöng eru eitt brýnasta samfélags- og samgönguverkefnið sem framundan er á Austurlandi. Samgöngubætur m.a. með tilkomu Fjarðarheiðarganga er helsta forsenda þess að Múlaþing sem nýtt fjölkjarnasveitarfélag, geti vaxið og dafnað.
Heimastjórn leggur til að sveitarstjórn fundi með ofantöldum ráðherrum auk forsætisráðherra um málið og að auki verði málið tekið upp við þingmenn kjördæmisins.
Sveitarstjórn lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið brugðist við ósk sveitarfélagsins um fund með ráðherrum vegna málsins. Sveitarstjóra falið að koma bókun heimastjórnar og sveitarstjórnar á framfæri við viðkomandi ráherra og þingmanna kjördæmisins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég ámynni stjórnvöld um að þeim ber að þjóna íslenskri þjóð fremur en að þjóna umdeildum heimsmálum.
Alls ekki er þeim falið að drottna yfir þjóðinni.
Ég gagnrýni harðlega að stjórnvöld nota almannafé á altari vafasamra skurðgoða svo sem stríðsrekstur í fjarlægu landi, loftslagsmál, stjórnlausan innflutning hælisleitenda og kynjafræða-rugls sem stangast á við allt kristilegt siðferði og sjálfsmynd.
Stjórnvöldum ber að nýta almannafé til þjónustu við þá sem greiða í sameiginlega sjóði, þ.e. þjóðina og þar ekki síst í uppbyggingu innviða svo sem samgangna þar með talið jarðgangna.
Ef þetta er ekki kýrskírt fyrir þeim sem á Alþingi og í ríkisstjórn sitja, þá biðla ég til þess að þau hin sömu lesi Markúsarguðspjall 10:42-45 á hverjum einasta morgni sér til uppbyggingar