Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

105. fundur 22. janúar 2024 kl. 08:30 - 11:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Áheyrnarfulltrúi M-lista (HKH) sat fundinn undir liðum nr. 1-8.

1.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri skipulagsmála kynnir samantekt skipulagsmála fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar.

2.Forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202211068Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur tillaga að áætlun um forgangsröðun nýrra deiliskipulagsverkefna á vegum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að forgangsröðun nýrra deiliskipulagsverkefna, með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um stofnun lóðar við Árstíg, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202204123Vakta málsnúmer

Tekið er fyrir að nýju erindi um að stofnuð verði ný lóð við Árstíg á Seyðisfirði. Ráðið hefur áður fjallað um erindið á 53. og 55. fundi sínum auk þess sem heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkti á 23. fundi að umrætt svæði verði deiliskipulagt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Árið 2015 samþykkti bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar að hefja vinnu við gerð deiliskipulags við Árstíg á Seyðisfirði. Skipulagslýsing vegna þessara áforma var kynnt á opnum fundi og send umsagnaraðilum m.a. Skipulagsstofnun sem veitti umsögn um lýsinguna. Þessi áform féllu í grýttan jarðveg hjá íbúum við götuna og voru lögð til hliðar vegna mikillar andstöðu þeirra.
Erindi um stofnun nýrrar lóðar við Árstíg var til tekið til umfjöllunar hjá umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings og skipulagsfulltrúi leitaði leiðbeininga hjá Skipulagsstofnun í kjölfarið. Stofnunin mælir með að haldið verði áfram vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið með vísan í 1. og 2. mgr. 37. gr. skipulagslaga, enda séu þar teknar ákvarðanir um lóðir, lóðanotkun, byggingareiti, útlit og form mannvirkja. Auk þess þarf að taka tillit til leiðbeinandi lágmarks gólfhæðar og landhæðar á lágsvæðum í samræmi við leiðbeiningar Vegagerðarinnar og því til viðbótar að taka tillit til flóða í Fjarðará sem fara saman við háa sjávarstöðu. Unnið er að því, af hálfu stjórnvalda, að meta áhættu vegna flóða fyrir slík svæði en það hefur ennþá ekki verið unnið fyrir Seyðisfjörð.
Ráðið telur ekki fært að verða við erindinu og stofna stakar lóðir á þessu svæði eins og staðan er enda þarf að vinna greiningu af áhættu af flóðum í Fjarðará samfara áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulags fyrir svæðið.
Í samræmi við ákvörðun ráðsins, undir máli nr. 2 á þessum fundi, er ekki búið að taka ákvörðun um hvenær umrætt deiliskipulag verður unnið en það verður ekki fyrr en áhætta vegna flóða hefur verið metin.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um lóð, Miðvangur 8

Málsnúmer 202208148Vakta málsnúmer

Á 103. fundi byggðaráðs Múlaþings var samþykkt að óska eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdaráðs um erindi frá Sigurgarði ehf. varðandi mögulega niðurfellingu gatnagerðargjalda á Miðvangi 8 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að í stað 50% afsláttar vegna dýptar, sem ráðið samþykkti á fundi 26. júní 2023, verði veittur allt að 75% afsláttur af gatnagerðargjaldi. Uppfærist bókun ráðsins frá umræddum fundi til samræmis og verður eftirfarandi:

Í samræmi við a) hluta 5. gr. gjaldskrár skipulags- og byggingarmála í Múlaþingi samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að veittur verði allt að 75% heildarafsláttur, vegna dýptar undir gólfplötu, af gatnagerðargjaldi lóða fyrir íbúðarhúsnæði á skilgreindu miðbæjarsvæði Egilsstaða. Afsláttur þessi verður veittur út árið 2025 og á eingöngu við um byggingarhæfar lóðir sem eru Miðvangur 8, Kaupvangur 20 og Sólvangur 2, 4 og 6.

Samþykkt samhljóða.

5.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar samantekt byggingarmála fyrir árið 2023.

Gestir

  • Eggert Már Sigtryggsson, þjónustufulltrúi - mæting: 09:50
  • Jörgen Sveinn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi - mæting: 09:50

6.Umsókn um afnot af landi, Ranavað 4

Málsnúmer 202401096Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá lóðarhöfum við Ranavað 4 um að taka í fóstur óræktað land sem liggur að lóðamörkum þeirra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi. Svæðinu verði skilað í sama ástandi og það er nú í, eða samkvæmt samkomulagi, þegar eftir því verður óskað.

Samþykkt samhljóða.

7.Hafnargata 44, flutningur húsa

Málsnúmer 202401097Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefnis við flutning á Hafnargötu 44 og kynnir hugmyndir um nýja staðsetningu tjaldsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

8.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Umsagnarfrestur vegna kynningar á vinnslutillögu breytinga á aðalskipulagi vegna frístundabyggðar við Eiða rann út þann 3. janúar sl.
Fyrir ráðinu liggja umsagnir og athugasemdir sem bárust auk samantektar á þeim.

Málið er áfram í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju.

9.Umsókn um byggingarheimild, Úlfsstaðaskógur 3, 701,

Málsnúmer 202401044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi þar sem óskað er eftir heimild til að víkja frá skipulagsskilmálum á lóð nr. 3 í Úlfsstaðaskógi. Gildandi deiliskipulag vegna frístundabyggðar í landi Úlfsstaða er frá árinu 2005 en í því er gert ráð fyrir að hámarks mænishæð bygginga sé 4,5 metrar. Óskað er eftir heimild til að byggja sumarhús með mænishæð 5,01 metrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að víkja frá kröfum 1. og 2. mgr. sömu greinar um breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynningu. Er það gert með vísan til þess að um svo óveruleg frávik sé að ræða í þessu tilviki að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Jafnframt vísar ráðið til afgreiðslu máls nr. 202202132 frá 47. fundi ráðsins þar sem sambærilegt erindi var samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Kröflulína 3

Málsnúmer 202401038Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar lokaskýrsla umhverfisúttektar vegna byggingu Kröflulínu 3.

11.Samráðsgátt. Frumvarp til laga um vindorku.

Málsnúmer 202401066Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun ásamt tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi. Samráðsfrestur hefur verið lengdur til 23. janúar næstkomandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að skila inn umsögn í samræmi við þau drög sem kynnt voru á fundinum.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÁMS) á móti.


12.Samráðsgátt. Áform um breytingu á lögum nr. 491997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 202401072Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til umsagnar í samráðsgátt áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Samráðsfrestur er til og með 26. janúar næstkomandi.

Lagt fram til kynningar.

13.Sveitarstjórnarbekkurinn

Málsnúmer 202301120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur samantekt á fyrirspurnum og ábendingum sem bárust til kjörinna fulltrúa á Sveitarstjórnarbekknum í desember síðast liðinn.

Frestað til næsta fundar.

14.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 5

Málsnúmer 2401015FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 5. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?