Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

125. fundur 02. september 2024 kl. 08:30 - 10:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Einar Tómas Björnsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Útboð á hirðu úrgangs við heimili í Múlaþingi

Málsnúmer 202301159Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður vegna útboðs á úrgangsþjónustu Múlaþings og Fljótsdalshrepps 2024-2028.
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með fyrirvara um ákvörðun kærunefndar útboðsmála, að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda gildra tilboða í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs. Málinu vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:30

2.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundasvæðis við Eiða lauk þann 2. ágúst sl. og bárust athugasemdir sem taka þarf afstöðu til í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Fyrir liggur minnisblað með drögum að umsögn um athugasemdirnar.
Jafnframt er lagt fram minnisblað frá málsaðila með frekari upplýsingum sem óskað var eftir á síðasta fundi ráðsins.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði lagfæringar á skipulagstillögunni í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað og henni vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt með 4 atkvæðum, 3 voru á móti (ÁMS, ÁHB og ÞÓ).

Fulltrúar V og L-lista (ÁMS, ÁHB og ÞÓ) leggja fram eftirfarandi bókun:
Veigamiklar athugasemdir við skipulagstillöguna bárust m.a. frá Landi og Skógi, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Fram kom skýr gagnrýni á umhverfisáhrif sem af framkvæmdinni mun hljótast, þar með talið rask á votlendi. Því samþykkjum við ekki skipulagstillöguna þó gerðar verði breytingar á henni í samræmi við meðfylgjandi minnisblað.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 09:00

3.Deiliskipulag, Jökuldalur, Klaustursel

Málsnúmer 202111169Vakta málsnúmer

Auglýsingu deiliskipulags í landi Klaustursels á Jökuldal lauk þann 28. ágúst 2024 án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um stækkun lóðar, Úranía

Málsnúmer 202405126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa Úraníu (L213204) á Borgarfirði, um stækkun á lóðinni vegna fyrirhugaðrar byggingar á um 40 fermetra gestahúsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Borgarfjarðar áður en það verður tekið til frekari umfjöllunar hjá ráðinu.

Samþykkt samhljóða.

5.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fer yfir stöðu verkefnisins en í samræmi við bókun ráðsins á 121. fundi var henni falið að ræða nýja nálgun við aðra aðila samningsins; Minjavernd og Ríkissjóð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til við Byggðaráð að breyting verði gerð á verkefninu um Gamla ríkið á Seyðisfirði í samræmi við þær hugmyndir sem fengist hafa samþykktar hjá Minjavernd og Ríkissjóði.
Umhverfis- og framkvæmdaráð leggur til að húsið, í heild, verði auglýst til sölu til áhugasamara aðila um uppbyggingu þess innan núverandi lóðar. Með verkefninu mun fylgja það fjármagn sem fengist hefur frá ríkinu til endurbyggingar.

Samþykkt samhljóða.

6.Ný Lagarfljótsbrú

Málsnúmer 202110106Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað starfsmanna í tengslum við nýja brú yfir Lagarfljót.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma minnisblaðinu á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 10:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?