Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

124. fundur 26. ágúst 2024 kl. 08:30 - 11:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Í upphafi fundar bar formaður (JB) upp tillögu þess efnis að mál númer 5 á dagskrá verði fyrst til umfjöllunar. Tillagan var samþykkt.

1.Deiliskipulagsbreyting, Grásteinn Stakkaberg, byggingarreitir og bílgeymslur

Málsnúmer 202407012Vakta málsnúmer

Óveruleg breyting á deiliskipulagi Grásteins/Stakkabergs, þar sem bætt var við skilmálum um byggingarreiti og bílgeymslur, var kynnt í Skipulagsgátt frá 10. júlí með athugasemdafresti til og með 12. ágúst 2024. Breytingin var jafnframt grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum á skipulagssvæðinu. Engar athugasemdir bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um byggingarleyfi, Brennistaðir 4, 701

Málsnúmer 202407059Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn vegna áforma um byggingu gistihúss á Brennistöðum 4 (L231321).
Ekki er í gildi deiliskipulag og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um byggingarleyfi, Höfði/lóð 2, 701

Málsnúmer 202407056Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn vegna áforma um byggingu á gestahúsi á lóðinni Höfði /lóð 2 (L157515).
Ekki er í gildi deiliskipulag og liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um stofnun lóðar, Djúpivogur, Vogaland 16

Málsnúmer 202407003Vakta málsnúmer

RARIK ohf. hefur óskað eftir 115 m2 lóð undir spennistöð við Vogaland 16 á Djúpavogi. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar lóðarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynna nýja lóð fyrir fasteignaeigendum við Vogaland 3 og 18.

Samþykkt samhljóða.

5.Aðalskipulagsbreyting, Eiðar, frístundasvæði

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Tillaga um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna frístundasvæðis við Eiða lauk þann 2. ágúst sl. og liggja fyrir umsagnir sem taka þarf afstöðu til í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Inn á fundinn tengist málsaðili auk skipulagshönnuðar deiliskipulags og fylgja eftir minnisblaði með tillögum þeirra að viðbrögðum við umsögnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Áður en málið verður tekið til frekari umræðu og afgreiðslu óskar umhverfis- og framkvæmdaráð eftir frekari upplýsingum frá málsaðila. Starfsmönnum falið að óska eftir upplýsingum í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Skarphéðinn Smári Þórhallsson - mæting: 08:30
  • Kristmann Pálmason - mæting: 08:30

6.Nýtt tjaldsvæði á Egilsstöðum

Málsnúmer 202408090Vakta málsnúmer

Að beiðni áheyrnarfulltrúa í ráðinu (HKH) er lögð fram hugmynd að nýju tjaldsvæði á Egilsstöðum ásamt eftirfarandi tillögu:
"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nú þegar verði hafin vinna við að hanna nýtt tjaldstæði í miðju Egilsstaða og verði unnið samhliða vinnu að nýju aðalskipulagi.
1. Tjaldstæðinu verði valinn staður á Hömrunum (sjá fskj.1).
2. Tjaldstæðið verði í hæsta gæðaflokki.
3. Metnaður verði lagður í hönnun þess.
4. Nafn tjaldstæðisins verður Hamraborgir.
5. Auglýsa skal eftir áhugasömum um samvinnu við verkefnið, hönnun þess og rekstur."

Tillagan var tekin til afgreiðslu og felld samhljóða.

Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á fyrirliggjandi tillögu um staðsetningu á nýju tjaldsvæði á þeirri forsendu að unnið er út frá því að svæðið verði skilgreint fyrir íbúðabyggð í nýju Aðalskipulagi Múlaþings sem er í vinnslu.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÁMS) situr hjá og gerir grein fyrir atkvæði sínu.

7.Umferðamerkingar á Hringvegi við Selbrekku

Málsnúmer 202408091Vakta málsnúmer

Að beiðni áheyrnarfulltrúa í ráðinu (HKH) er lögð fram eftirfarandi tillaga varðandi umferðaröryggi:
"Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fara fram á það við Vegagerðina að færa þéttbýlismerki á Fagradalsbraut ofan Selbrekku a.m.k. á staðinn þar sem umferðarmerki um takmörkun við sjötíu kílómetra hraða er nú staðsett og það umferðamerki verði fært nær Hálslæk."

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka málið upp við Vegagerðina. Á þeim fundi verði einnig tekin umræða um allar aðkomur inn í bæinn og til hvaða aðgerða megi taka til þess að draga úr hraða við þéttbýlismörk.
Jafnframt vísar ráðið málinu til umfjöllunar í tengslum við umferðaröryggisáætlun sveitarfélagsins sem er í vinnslu um þessar mundir.

Samþykkt samhljóða.

8.Miðbær á Egilsstöðum, uppbygging

Málsnúmer 202308120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað í tengslum við uppbyggingu Miðbæjar á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela byggðaráði að kynna verkefnið og auglýsa eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á tilgreindum lóðum.

Samþykkt samhljóða.

9.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 15. fundi stýrihóps um gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings.

10.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri upplýsir um stöðu ýmissa verkefna sem eru í gangi.

Fundi slitið - kl. 11:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?