Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

80. fundur 20. mars 2023 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Sveinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Reglur, Vetrarþjónusta í Múlaþingi

Málsnúmer 202303118Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að reglum um vetrarþjónustu í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um vetrarþjónustu í Múlaþingi með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að birta þær á vef sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

2.Neðri-Botnar, frumathugun

Málsnúmer 202303127Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að samþykkja frumathugun vegna ofanflóðavarna í Neðri-Botnum á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi frumathugun og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir því við Ofanflóðasjóð að haldið verði áfram með verkið.

Samþykkt samhljóða.

3.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður könnunar Gallup varðandi þjónustu sveitarfélagsins 2022.

Frestað til næsta fundar.

4.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnti niðurstöður útboðs utanhúss framkvæmda við Herðubreið. Tvö tilboð bárust í verkið og var þeim báðum hafnað. Var þetta í annað skipti sem verkið er boðið út.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra framkvæmdamála að kanna möguleika á öðrum útfærslum á klæðningu Herðubreiðar í ljósi þess hve erfiðlega gengur að fá aðila í verkið. Málið verður tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Steingrímur Jónsson - mæting: 09:20

5.Umsókn um lóð, Austurtún 4

Málsnúmer 202303018Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Austurverk ehf. um að fá úthlutað tveimur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 4 og 6.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá Austurverk ehf. um lóðirnar Austurtún 4 og 6 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra.

Samþykkt samhljóða.

6.Umsókn um lóð, Austurtún 6

Málsnúmer 202303017Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Austurverk ehf. um að fá úthlutað tveimur lóðum í Votahvammi á Egilsstöðum, Austurtúni 4 og 6.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsóknir frá Austurverk ehf. um lóðirnar Austurtún 4 og 6 og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá úthlutun þeirra.

Samþykkt samhljóða.

7.Deiliskipulagsbreyting, Grásteinn Stakkaberg

Málsnúmer 202303009Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Grásteins/Stakkabergs þar sem ein lóð er felld út og aðkomu að þremur lóðum er breytt lítillega. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og grenndarkynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Grásteins/Stakkabergs í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða.

8.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Davíðsstaðir

Málsnúmer 202301213Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðrar skógræktar í landi Davíðsstaða. Sótt er um leyfi til ræktunar á 130 ha. skógi en í gildandi deiliskipulagi frá árinu 2021 og Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 er þar gert ráð fyrir 50 ha. skógræktarsvæði.
Málið var tekið fyrir á 78. fundi ráðsins þar sem afgreiðslu málsins var frestað þar til frekari upplýsingar lægju fyrir. Lögð eru fram gögn frá Skipulagsstofnun og lögfræðingi sveitarfélagsins vegna umsóknarinnar.

Máli frestað til næsta fundar.

9.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Ljósleiðari, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202303036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara í Seyðisfirði, annarsvegar frá Lönguhlíð í Selstaði og hins vegar innan við þéttbýlið að Fjarðaseli 4.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við fyrirhuguð áform.

Samþykkt samhljóða.

Þórhallur Borgarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Varðandi greinargerð Minjastofnunar vegna Selstaðalínu frá 17. febrúar 2023 er rétt að benda á að Minjastofnun er umsagnaraðili vegna framkvæmdarinnar. Stofnunin hefur ekki vald til að heimila framkvæmdir eins og kemur fram í greinargerðinni. Það vald er á hendi skipulagsfulltrúa í umboði sveitarstjórnar. Minjastofnun er bent á að gæta að þessu í framtíðinni.

10.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, 144. mál

Málsnúmer 202210029Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd við frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123/2010, uppbygging innviða 144. mál. Umsagnarbeiðni barst sveitarfélaginu 7. mars og viku frestur gefinn til að skila umsögn, eða 14. mars. Málið var áður til umfjöllunar á 66. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs og hafa verið gerðar breytingar á frumvarpinu m.a. á tillögu að skipun raflínunefndar og formennsku í nefndinni.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela formanni ráðsins og skipulagsfulltrúa að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

11.Fyrirhuguð uppbygging á frístundasvæði á Eiðum

Málsnúmer 202207050Vakta málsnúmer

Landeigandi og forsvarsaðili Eiða village ehf., ásamt skipulagshönnuði, kynntu fyrirhuguð áform um uppbyggingu frístundasvæðis á Eiðum. Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.
Málið verður lagt fyrir að nýju.

Gestir

  • Kristmann Pálmason - mæting: 09:45
  • Skarphéðinn Smári Þórhallsson - mæting: 09:45

12.Útboð á skólaakstri í grunnskólum

Málsnúmer 202303029Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir fyrirkomulag fyrirhugaðs útboðs á almenningssamgöngum en núverandi samningur rennur út í lok sumars.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að útboð vegna almenningssamgangna í Múlaþingi verði boðið út með skólaakstri grunnskóla. Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála að fylgja málinu eftir og vinna það með fræðslustjóra Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 11:40

13.Kynning á hringrásarhagkerfinu og lausnum fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202303033Vakta málsnúmer

Starfsmenn frá Íslenska gámafélaginu kynntu breytingu sem varð á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 síðastliðin áramót ásamt mismunandi útfærslum sem henta í Múlaþingi.
Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 10:30
  • Elín Ásgeirsdóttir - mæting: 10:30
  • Friðrik Jónsson - mæting: 10:30
  • Birgir Kristjánsson - mæting: 10:30
  • Jón Þórir Frantzson - mæting: 10:30

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?