Fara í efni

Hafnarhúsið

Málsnúmer 202010633

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 1. fundur - 02.11.2020

Mætt er Anna Margrét Jakobsdóttir framkvæmdstjóri Bábjarga til umræðu er leigusamningur Blábjarga á Hafnarhúsinu.
Óskað etir að lokið verði við lyftu í húsinu og aðgengi á fyrstu hæð lagfært, jafnframt verði lofræsting athuguð.
Blábjörg óska eftir endurskoðun á leigu vegna vegna aðstæðna í samfélaginu.Óskað eftir rekstrarupplýsingum frá Bábjörgum fyrir afgreiðslu málsins. Taka þarf til athugunar aðgengi sjómanna að fyrstu hæð fyrir næsta sumar.

Gestir

  • Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar - mæting: 14:00

Heimastjórn Borgarfjarðar - 2. fundur - 18.11.2020

Rekstraraðilar Hafnarhúss hafa óskað eftir niðurfellingu á húsaleigu frá og með október 2020 til og með mars 2021. Rekstraraðilar benda á forsendubrest vegna sóttvarnaraðgerða út af Covid-19 veirunni og því ekki hægt að halda úti fyrirætlaðri starfsemi yfir vetrartímann. Heimastjórn telur sjálfsagt að verða við erindinu vegna fyrrgreinds forsendubrests og beinir því til byggðaráðs að samþykkja það.

Byggðaráð Múlaþings - 5. fundur - 24.11.2020

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar dags. 18.11.2020. varðandi endurskoðun á leigusamningi vegna Hafnarhúss.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjóra falið að afla frekari gagna varðandi málið og er þau liggja fyrir verður málið tekið fyrir til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 6. fundur - 01.12.2020

Fyrir lá bókun frá heimastjórn Borgarfjarðar dags. 18.11.2020 varðandi endurskoðun á leigusamningi vegna Hafnarhúss, auk afrits af leigusamningi. Óskað er eftir niðurfellingu leigu, að fullu eða að hluta til fram á vor 2021 og er vísað til forsendubrests sem sé tilkominn vegna sóttvarnaraðgerða út af Covid-19 veirunni. Heimastjórn Borgafjarðar leggur til að orðið verði við erindinu með vísan til fyrrgreinds forsendubrests.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Forsendur sem lagt var upp með við útleigu á veitingaaðstöðu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði vorið 2020 hafa raskast. Vegna áhrifa Covid-19 hefur orðið mikil fækkun erlendra ferðamanna, sérstaklega fækkun ferðamanna utan megin sumarleyfistíma, auk þess sem sóttvarnarráðstafanir hafa beinlínis takmarkað heimila nýtingu húsnæðisins sem ráð var fyrir gert og samningur aðila stefndi að. Um er að ræða ófyrirséð atvik sem sanngjarnt er að samningsaðilar beri báðir kostnað af að hluta og taki þannig tillit til hagsmuna hvors um sig og áframhaldandi samningssambands. Byggðaráð Múlaþings samþykkir því að leiga verði lækkuð, þannig að leigugreiðslur frá og með nóvember 2020 til og með mars 2021 falli niður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 15. fundur - 01.10.2021

Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson komu á fundinn og fóru yfir rekstur í Hafnarhúsi. Þau óskuðu eftir endurskoðun leigusamnings líkt og kveðið er um í 8.gr. hans. Heimastjórn er sammála því að ástæður séu til að endurskoða samninginn.

Heimastjórn felur formanni heimastjórnar að fara yfir samninginn í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins og vísa honum í kjölfarið til byggðaráðs.

Gestir

  • Auður Vala Gunarsdóttir - mæting: 15:30
  • Helgi Sigurðsson - mæting: 15:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 16. fundur - 03.11.2021

Fyrir lá beiðni rekstraraðila 2.hæðar Hafnarhússins um að breyta leigusamningnum við sveitarfélagið.

Eftir samráð við sveitarstjóra og lögfræðing sveitarfélagsins telur heimastjórn skynsamlegast að breyta ekki leigusamningnum varanlega að svo stöddu en leggur til við Byggðarráð að leiga verði felld niður frá 1.nóvember 2021 til 30.apríl 2022 vegna þeirra áhrifa sem sóttvarnarreglur og Covid hafa haft á forsendur rekstrarins yfir vetrartímann.

Byggðaráð Múlaþings - 38. fundur - 16.11.2021

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2021, þar sem lagt er til að leiga vegna 2. hæðar Hafnarhússins verði felld niður frá og með 01.11.2021 til og með 30.04.2022 vegna þeirra áhrifa sem sóttvarnarreglur og Covid hafa haft á forsendur rekstarins yfir vetrartímann.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til þeirra áhrifa sem alheimsfaraldurinn hefur haft á forsendur starfsemi rekstraraðila 2. hæðar Hafnarhússins samþykkir byggðaráð Múlaþings þá tillögu heimastjórnar Borgarfjarðar að leiga verði felld niður frá og með 01.11.2021 til og með 30.04.2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 24. fundur - 24.06.2022

Auður Vala Gunnarsdóttir og Helgi Sigurðsson komu á fund heimastjórnar og fóru yfir rekstrarsamning Hafnarhúss.

Í máli þeirra kom fram að ýmsar áskoranir vegna salernis - og sturtumála eru til staðar ásamt því að uppsetning skilta og öryggismyndavéla hefur dregist.

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma málinu í viðeigandi farveg.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Auður Vala Gunnarsdóttir - mæting: 11:30
  • Helgi Sigurðsson - mæting: 11:30

Heimastjórn Borgarfjarðar - 27. fundur - 12.09.2022

Fyrir liggur beiðni frá rekstraraðilum 2. hæðar Hafnarhúss um breytingu á leigusamningi.

Heimastjórn frestar afgreiðslu málsins og mun leita álits lögfræðings sveitarfélagsins hvort megi verða við beiðninni í ljósi skilyrða útboðs. Málinu frestað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 29. fundur - 03.11.2022

Fyrir liggur beiðni frá rekstraraðilum 2. hæðar Hafnarhúss um breytingu á leigusamningi. Beiðnin snýr að opnunartíma hússins og óskað eftir að honum sé breytt svo nýr opnunartími verði frá 1. apríl - 31. ágúst. Um er að ræða tilfærslu á opnunartíma svo fjöldi opnunardaga er óbreyttur.

Jafnframt er óskað eftir því að ekki verði innheimt leiga yfir vetrarmánuðina.

Heimastjórn tók málið áður fyrir og óskaði eftir áliti lögfræðings sveitarfélagsins hvort verða megi við beiðninni í ljósi skilyrða útboðs.

Álit lögfræðings liggur nú fyrir og samkvæmt því má taka afstöðu til beiðninnar án þess að bjóða þurfi reksturinn út á ný.

Heimastjórn sýnir beiðninni skilning þar sem rekstrarafkoma virðist beintengd við viðveru lundans í Hafnarhólma. Heimastjórn tekur jákvætt í beiðnina og vísar henni til Byggðarráðs til afgreiðslu ásamt áskorun um að taka til skoðunar fyrirkomulag leigugreiðslna á eignum sveitarfélagsins og greiðslna vegna umhirðu salerna í sveitarfélaginu öllu.

Byggðaráð Múlaþings - 67. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2022, varðandi endurskoðun samnings um leigu á hluta Hafnarhússins á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórnar Borgarfjarðar samþykkir byggðaráð að gengið verði frá nýjum samningi við leigjendur aðstöðu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði á þeim nótum er fram koma í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2022. Ábendingum heimastjórnar að öðru leyti vísað til skrifstofustjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?