Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

67. fundur 15. nóvember 2022 kl. 09:00 - 12:20 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2022

Málsnúmer 202201015Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2023, ásamt þriggja ára áætlun, sem sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til síðari umræðu.

Í vinnslu.

3.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu fulltrúar Rarik, þeir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri, Tryggvi Þór Haraldsson, ráðgjafi forstjóra og Tryggvi Ásmundsson og fóru yfir hugmyndir varðandi framtíðarfyrirkomulag hitaveitu á Seyðisfirði og áform um lagningu þriggja fasa rafmagns í Berufirði. Einnig kom inn á fundinn undir þessum lið Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF-veitna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar fulltrúum Rarik og HEF-veitna þeirra komu á fundinn og upplýsandi samtal.

4.Reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings

Málsnúmer 202011070Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að uppfærðum reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (aðrar en félagslegar íbúðir).

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir uppfærðar reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði sveitarfélagsins og felur skrifstofustjóra að sjá til þess að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 21.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

6.Málefni Ríkarðshúss á Djúpavogi.

Málsnúmer 202105265Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Ríkarðshúss, dags. 26.10.2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir afstöðu stjórnar Ríkarðshúss og heimastjórnar Djúpavogs varðandi það að ekki verði gerðar frekari athugasemdir við afturköllun hluta gjafaloforðs þeirra systra, Ásdísar og Ólafar Ríkarðsdætra, til safnsins. Byggðaráð felur stjórn að gera þær breytingar á stofnskránni, sem þörf verður á, m.t.t. þeirrar skerðingar á fjármögnun Ríkarðshúss sem þessi ráðstöfun mun leiða af sér.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur HAUST 2022.

Málsnúmer 202210027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dags. 26.10.2022.

Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur 17.11.2022. Dýralíf ehf

Málsnúmer 202210199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Dýralífs ehf sem haldinn verður 17. nóvember 2022 að Hengifossi í Fljótsdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Ívar Karl Hafliðason sæki, í umboði sveitarfélagsins, aðalfund Dýralífs ehf er haldinn verður 17. nóvember 2022.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tækniminjasafn Austurlands, Angró

Málsnúmer 202210188Vakta málsnúmer

Fyrir liggja óskir frá stjórn Tækniminjasafns Austurlands varðandi annars vegar hækkun á grunnframlagi til rekstrar og hins vegar um að fá lóðirnar við Lónsleiru 11-17 úthlutaðar endurgjaldslaust og að þeim yrði breytt í safnasvæði á deiliskipulagi. Einnig er óskað eftir því að fá húsið Angró formlega afhent þannig að hægt verði að hefja endurbyggingu þess sem fyrst, að sveitarfélagið skipi fulltrúa í byggingarnefnd hússins og að þeir fjármunir sem ætlaðir eru til flutnings húsa á Seyðisfirði fylgi með auk þeirra fjármuna er höfnin hefur fengið í bætur vegna þess tjóns sem orðið hefur á umræddu húsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Múlaþings fyrir árið 2023 er gert ráð fyrir kr. 10.000.000,- sem grunnframlagi til rekstrar Tækniminjasafns Austurlands og að svo stöddu sér Byggðaráð ekki að hægt verði að hækka þá fjárhæð. Hvað óskir er snúa að lóðamálum varðar er þeim vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til afgreiðslu auk skipan fulltrúa í byggingarnefnd. Byggðaráð lýsir yfir stuðningi við að Tækniminjasafnið fái húsið Angró formlega afhent ásamt mögulegu fjármagni og felur sveitarstjóra að láta vinna tillögu að því máli og leggja fyrir umhverfis- og framkvæmdaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Sameiginleg stafræn verkefni sveitarfélaga

Málsnúmer 202101014Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram koma upplýsingar um áherslur og verkefni sem eru í gangi í samstarfi sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu.

Lagt fram til kynningar.

11.LungA hátíðin, styrkbeiðni

Málsnúmer 202209164Vakta málsnúmer

Fyrir liggur styrkbeiðni frá framkvæmdastýru LungA vegna LungA hátíðarinnar.

Í vinnslu.

12.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2022, varðandi endurskoðun samnings um leigu á hluta Hafnarhússins á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu heimastjórnar Borgarfjarðar samþykkir byggðaráð að gengið verði frá nýjum samningi við leigjendur aðstöðu í Hafnarhúsinu á Borgarfirði á þeim nótum er fram koma í bókun heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 03.11.2022. Ábendingum heimastjórnar að öðru leyti vísað til skrifstofustjóra og atvinnu- og menningarmálastjóra til skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Samráðsgátt. Breyting á reglugerð nr. 10882012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Drög

Málsnúmer 202110031Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að áform um lagabreytingar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafa verið birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda

Í vinnslu.

14.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að byggðaráð þarf að skipa fulltrúa í samráðsnefnd sveitarfélagsins og Landsvirkjunar sem hefur verið starfrækt síðan 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarstjóri og formaður byggðaráðs Berglind Harpa Svavarsdóttir verði fulltrúar sveitarfélagsins í samráðsnefnd Múlaþings og Landsvirkjunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?