Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

1. fundur 02. nóvember 2020 kl. 14:00 - 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Jón Þórðarson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Jón Þórðarsson starfsmaður Heimastjórnar

1.Hafnarhúsið

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Mætt er Anna Margrét Jakobsdóttir framkvæmdstjóri Bábjarga til umræðu er leigusamningur Blábjarga á Hafnarhúsinu.
Óskað etir að lokið verði við lyftu í húsinu og aðgengi á fyrstu hæð lagfært, jafnframt verði lofræsting athuguð.
Blábjörg óska eftir endurskoðun á leigu vegna vegna aðstæðna í samfélaginu.Óskað eftir rekstrarupplýsingum frá Bábjörgum fyrir afgreiðslu málsins. Taka þarf til athugunar aðgengi sjómanna að fyrstu hæð fyrir næsta sumar.

Gestir

  • Anna Margrét Jakobsdóttir Hjarðar - mæting: 14:00

2.Deiliskipulag, Bakkavegur á Borgarfirði

Málsnúmer 202010508Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Borgarfirði samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir sitt leyti.

3.Deiliskipulag við Sæbakka á Borgarfirði

Málsnúmer 202010562Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Borgarfirði samþykkir deiliskipulagstillöguna fyrir utan mistök sem í henni eru þar sem röng bygging er merkt sem víkjandi. Það þarf að leiðrétta.

4.Gamla frystihúsið - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 202010514Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað þar til grenndarkynningu er lokið.

5.Fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

Málsnúmer 202010516Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Borgarfirði heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Borgarfirði fundar að öllu jöfnu á mánudögum í vikunni fyrir fasta sveitarstjórnarfundi kl.14:00. Næsti reglulegi fundur verður 30. nóvember.
Íbúar geta sent inn erindi til heimastjórnar skriflega til Jóns Þórðarsonar á Hreppsstofu eða í tölvupósti á jon.thordarson@mulathing.is. Erindi skulu berast fyrir kl. 12:00 fimmtudag fyrir fund.

Netföng heimastjórnarfólks eru:
Alda Marín: alda.kristinsdottir@mulathing.is
Eyþór: eythor.stefansson@mulathing.is
Óli Hall: olafur.hallgrimsson@mulathing.is

Fundir heimastjórnar eru lokaðir en fundargerðir verða birtar á vef Múlaþings, mulathing.is.

Athugið nýtt símanúmer Hreppsstofu er 470-0770

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?