Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

52. fundur 08. nóvember 2024 kl. 13:00 - 15:30 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ragna Stefanía Óskarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Dögg Sveinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að nýtt mál yrði tekið á dagskrá fundarins og er það númer 5 á dagskránni og var það samþykkt samhljóða.

1.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 202409036Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið. Fyrir liggur minnisblað ásamt drögum að reglum um veitingu umhverfisviðurkenninga.
Heimastjórn Borgarfjarðar tekur undir með heimastjórn Fljótsdalshéraðs og leggur til að 3. grein tillagnanna um reglur um veitingu umhverfisviðurkenninga í Múlaþingi
verði breytt þannig að flokkar viðurkenninga verði þrír en ekki tveir. Til viðbótar verði bætt flokknum Snyrtilegt og fallegt lögbýli. Enn fremur að hugað verði að landfræðilegri dreifingu viðurkenninganna.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 14:15

2.Fjarðarborg, samþykktir

Málsnúmer 202410248Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að endurskoða samþykktir Fjarðarborgar en heimastjórn Borgarfjarðar er húsnefnd. Samþykktirnar verða til umræðu á fundinum.
Heimastjórn Borgarfjarðar hyggur á gerð nýrra samþykkta fyrir félagsheimilið Fjarðarborg. Eldri samþykktir og reglur verða hafðar til hliðsjónar við þá vinnu auk reglna er gilda um önnur sambærileg hús. Starfsmanni heimastjórnar falið að setja saman drög að nýjum reglum og verðskrá í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án handaupppréttingar.

3.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 til 2028, en samkvæmt 48. grein samþykkta um stjórn Múlaþings skal fjárhagsáætlun koma til umsagnar heimastjórnar áður en hún er tekin til umræðu í sveitarstjórn.

Framkvæmdum við Fjarðarborg er áætlað að ljúki á árinu 2025 og heimastjórn leggur áherslu á að þeirri framkvæmd verði lokið í samræmi við upphaflegar áætlanir og með sóma. Heimastjórn vekur athygli á að engar nýframkvæmdir eru áætlaðar eftir árið 2025 á Borgarfirði og minnir í því ljósi á ályktun sína um að andvirði sölu íbúðarhúsnæðisins Þórshamars verði nýtt sem stofnfjárframlag til byggingar nýrra leiguíbúða.

Á Borgarfirði er rík innviðaskuld, m.a. í viðhaldi fasteigna, gangstéttum og götulýsingu. Heimastjórn vill því ítreka að tekið verði tillit til þess í áætlunum um viðhaldsverkefni næstu ára.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 13:15

4.Hafnarhús

Málsnúmer 202010633Vakta málsnúmer

Málinu frestað.

5.Kröfur ríkisins um þjóðlendur á Austfjörðum

Málsnúmer 202201165Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar niðurstöðu um þjóðlendumál á Austurlandi.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður fimmtudaginn 5. desember. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 2. desember. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?