Fara í efni

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs

47. fundur 06. júní 2024 kl. 13:00 - 15:45 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Vilhjálmur Jónsson formaður
  • Jóhann Gísli Jóhannsson aðalmaður
  • Guðný Drífa Snæland varamaður
Starfsmenn
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson fulltrúi sveitarstjóra á Fljótsdalshéraði og skrifstofustjóri
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að taka nýtt mál á dagskrá fundarins sem er 202406020 Almenningssamgöngur í Múlaþing og var það samþykkt samhljóða.

1.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að fundadagatali sveitarstjórnar og fastanefnda Múlaþings fyirr tímabilið júní til desember 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við tillöguna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Varmadælur í dreifbýli

Málsnúmer 202305087Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um varmadælur í dreifbýli, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF veitna, Védís Vaka Vignisdóttir verkefnastjóri hjá HEF veitum, Ágústa Björnsdóttir formaður stjórna HEF veitna og gerðu grein fyrir vinnu við greiningu á möguleikum til upphitunar húsa með varmadælum. Á fundinum var einnnig upplýst að HEF veitur hyggjast halda íbúafundi í ágúst, í samvinnu við Orkusjóð og Austurbrú.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar fulltrúum HEF veitna fyrir góðar umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.

3.Grenjavinnsla í Múlaþingi

Málsnúmer 202405036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um grenjavinnslu í Eiða- og Hjaltastaðaþinghá, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála sem fór yfir fyrirkomulag grenjavinnslu í Múlaþingi og svaraði fyrirspurnum fundarmanna.

4.Girðingar í dreifýli og viðhald þeirra

Málsnúmer 202305086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um girðingamál, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála og kynnti stöðu á viðhaldi og framkvæmdum á girðingum í Eiðaþinghá og Fellum á þessu ári.

5.Förgun dýrahræja

Málsnúmer 202405041Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um förgun dýrahræja, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Stefán Aspar Stefánsson, verkefnastjóri umhverfismála og kynnti hugmyndir um miðlæga úrvinnslu á dýraleifum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna að framgangi málsins og hvetja ríkisvaldið til að hraða vinnslu við varanlega úrlausn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

6.Heimreiðar og viðhald þeirra

Málsnúmer 202210021Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um heimreiðar, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.8.2023, sem byggði á umfjöllun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og óskar eftir því að framkvæmda- og umhverfismálastjóri taki saman minnisblað og mæti á næsta fund heimastjórnar til að upplýsa um stöðu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tengivegir á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202405039Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um tengivegi, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs óskar eftir því að framkvæmda- og umhverfismálastjóri mæti á næsta fund heimastjórnar og fari yfir stöðu mála varðandi tengivegi á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Nýliðun í landbúnaði

Málsnúmer 202405040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað um nýliðun í landbúnaði, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar stöðu atvinnu og búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins með vísan til rekstrar- og starfsumhverfis í landbúnaði. Lagt er til að málið sé jafnframt tekið upp við stjórnvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Á fundinum fór starfmaður yfir vinnu um mögulegt fyrirkomulag varðandi áganga búfjár á heimalöndum.

10.Ósk um umsögn, Mat á umhverfisáhrifum, Gilsárvirkjun

Málsnúmer 202310060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar álit Skipulagsstofnunar, frá 8. maí 2024, um matsáætlun vegna Gilsárvirkjunar í Múlaþingi.

Lagt fram til kynningar.

11.Ósk um umsögn, Ný akbraut á Egilsstaðaflugvelli

Málsnúmer 202402214Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar ákvörðun Skipulagsstofnunar, dagsett 2. maí 2024, um matsskyldufyrirspurn vegna nýrrar akbrautar við Egilsstaðaflugvöll.

Lagt fram til kynningar.

12.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir liggur nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 25. janúar sl.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.5.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir heimastjórn Fljótsdalshéraðs, í samræmi við 3. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010, fyrirliggjandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skipulagstillaga til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi Unalækjar, í samræmi við bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs á 113. fundi. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.5.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir að fyrirliggjandi skipulagstillaga vegna breytinga á deiliskipulagi Unalækjar verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun umsögn um innkomnar athugasemdir sem bárust stofnuninni á kynningartíma tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og skilað til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Lagt fram til kynningar.

15.Ársskýrsla 2023, Náttúrufræðistofnun Íslands

Málsnúmer 202405210Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir árið 2023.

Lagt fram til kynningar.

16.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frá Vegagerðinni tölvupóstur, dagsettur 4. júní 2024, þar sem tilkynnt er að ekki sé vilji til að framlengja gildandi samning við Borgarhöfn ehf. um akstur á leið 95.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs telur að almenningssamgöngur milli Borgarfjarðar eystra og Egilsstaða séu mjög mikilvægar fyrir samfélagið og ekki hafi orðið breytingar á þörf fyrir flutningsþjónustu sem réttlæti að hún verði lögð af. Heimastjórn beinir því til sveitarstjórnar að taka málið upp við Vegagerðina og stjórnvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?