Fara í efni

Heimreiðar og viðhald þeirra

Málsnúmer 202210021

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs tók til umfjöllunar bágborið ástand á héraðsvegum á Fljótsdalshéraði.
Heimastjórn samþykkir að óska eftir að Vegagerðin veiti upplýsingar um áætlanir um framkvæmdir og viðhald héraðsvega á Fljótsdalshéraði.
Undir þessum lið sat fundinn Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja minnispunktar um heimreiðar og viðhald þeirra frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að gerð verði úttekt á heimreiðum og ástandi þeirra með það að markmiði að lagfæra og byggja upp heimreiðar á svæðinu, en ástand þeirra er víða slæmt vegna skorts á viðhaldi og endurbótum og aukinnar umferðar m.a. þungra ökutækja.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90. fundur - 14.08.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að láta gera úttekt á ástandi heimreiða í sveitarfélaginu en ástand þeirra er víða slæmt vegna skorts á viðhaldi og endurbótum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma erindinu á framfæri við Vegagerðina sem og afli upplýsinga um málið. Samkvæmt Vegalögum nr. 80/2007 er viðhald héraðsvega á forræði Vegagerðarinnar. Til héraðsvega teljast "vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis sem ákveðnir eru á staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá.“

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur minnisblað um heimreiðar, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs áréttar bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 14.8.2023, sem byggði á umfjöllun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og óskar eftir því að framkvæmda- og umhverfismálastjóri taki saman minnisblað og mæti á næsta fund heimastjórnar til að upplýsa um stöðu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?