Fara í efni

Nýliðun í landbúnaði

Málsnúmer 202405040

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur minnisblað um nýliðun í landbúnaði, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir því til byggðaráðs að taka til umfjöllunar stöðu atvinnu og búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins með vísan til rekstrar- og starfsumhverfis í landbúnaði. Lagt er til að málið sé jafnframt tekið upp við stjórnvöld.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 120. fundur - 18.06.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 06.06.2024, auk minnisblaðs þar sem því er beint til byggðaráðs að taka til umfjöllunar stöðu atvinnu og búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins með vísan til rekstrar- og starfsumhverfis í landbúnaði og að málið verði jafnframt tekið upp við stjórnvöld.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela atvinnu- og menningarmálastjóra að láta vinna, í samvinnu við Austurbrú, frekari greiningu á stöðu atvinnu- og búsetu í dreifbýli sveitarfélagsins með vísan til rekstrar- og starfsumhverfis í landbúnaði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?