Fara í efni

Deiliskipulag, Úlfsstaðir, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 19. fundur - 07.03.2022

Fyrir liggur skipulagslýsing, dagsett 15. febrúar 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 og deiliskipulag vegna nýrrar frístundabyggðar í landi Úlfsstaða.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 2.3. 2022:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir, með vísan til erindis landeiganda, að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem geri ráð fyrir nýju svæði fyrir frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum og að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 1. mgr. 30. gr. laga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu hvað varðar breytingu á aðalskipulagi.

Jafnframt samþykkir ráðið að heimila að unnið verði að gerð deiliskipulags samhliða framangreindri breytingu á aðalskipulagi, sbr. 2. mgr. 38. gr. og 2. mgr. 41. gr. laga nr. 123/2010, og að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna þess hluta verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 40. gr. sömu laga.
Málinu er vísað til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til afgreiðslu hvað varðar deiliskipulag.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs um að unnin verði tillaga að deiliskipulagi samhliða framangreindri breytingu á aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 68. fundur - 14.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga nýs deiliskipulags fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Skipulagið er sett fram í greinargerð og á uppdrætti, dagsett 25. október 2022.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Fyrir liggur beiðni um að Múlaþing sæki um undanþágu til Innviðaráðuneytisins vegna fjarlægðar frá byggingarreitum að vegi að fyrirhugaðri frístundabyggð.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að ræða við málsaðila um fækkun aðkomuleiða að frístundabyggðinni og jafnframt fjarlægðir frá byggingarreitum að vegi.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til deiliskipulags á Úlfsstaðaholti á Völlum. Fyrir liggur ítrekun á erindi um að ráðið samþykki deiliskipulagið og óskað verði eftir undanþágu frá fjarlægð byggingarreita að vegi til Innviðaráðuneytisins.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 88. fundur - 26.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til deiliskipulags á Úlfsstaðaholti á Völlum. Fyrir liggur ítrekun á erindi um að ráðið samþykki deiliskipulagið og óskað verði eftir undanþágu frá fjarlægð byggingarreita að vegi til Innviðaráðuneytisins.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til deiliskipulags á Úlfsstaðaholti á Völlum. Fyrir liggur ítrekun á erindi um að ráðið samþykki deiliskipulagið og óskað verði eftir undanþágu frá fjarlægð byggingarreita að vegi til Innviðaráðuneytisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún sæki um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið „d“ vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóðirnar næst veginum að sumarhúsabyggðinni í Eyjólfsstaðaskógi. Miðað er við að fjarlægð húsa að vegi verði ekki minni en 35 metrar.
Fram kemur í minnisblaði ráðgjafa að erfitt sé að gera breytingar á skipulaginu til að fækka innkeyrslum og auka fjarlægð frá vegi án þess að rýra notkun svæðisins verulega. Þá bendir ráðgjafi á að fjarlægðir milli tenginga inn á svæðið sé meiri en 100 metrar eins og Vegagerðin miðar við eftir að hann hefur gert breytingar á staðsetningu þeirra.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar afgreiðsla Innviðaráðuneytis liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 90. fundur - 11.07.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 03.07.2023, varðandi deiliskipulag á Úlfstaðaholti á Völlum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir byggðaráð Múlaþings að sækja um fyrir hönd sveitarfélagsins til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið "d" vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóðirnar næst veginum að sumarbústaðabyggðinni í Eyjólfsstaðaskógi. Miðað er við að fjarlægð húsa að vegi verði ekki minni en 35 metrar. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 95. fundur - 25.09.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dagsett 7. september 2023. Einnig liggja fyrir umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 13.janúar 2023.
Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytisins frá ákvæðum skipulagsreglugerðar sbr. fyrri bókanir umhverfis- og framkvæmdaráðs.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 39. fundur - 05.10.2023

Fyrir liggur tillaga til auglýsingar fyrir nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti dagsett 7. september 2023. Einnig liggja fyrir umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 13.janúar 2023.
Fyrir liggur undanþága innviðaráðuneytisins frá ákvæðum skipulagsreglugerðar sbr. fyrri bókanir umhverfis- og framkvæmdaráðs.


Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 25.9. 2023:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og felur skipulagsfulltrúa að láta auglýsa hana í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 118. fundur - 27.05.2024

Auglýsingu tillögu deiliskipulags fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða lauk 25. janúar sl. Fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust við auglýsta tillögu auk minnisblaðs með viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur nýtt deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til og með 25. janúar sl.

Eftirfarandi var bókað á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27.5.2024:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir heimastjórn Fljótsdalshéraðs, í samræmi við 3. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010, fyrirliggjandi deiliskipulag fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 49. fundur - 15.08.2024

Fyrir liggur afgreiðsla Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags frístundabyggðar á Úlfsstaðaholti. Stofnunin gerði athugasemd við að heimastjórn hefði staðfest deiliskipulagið (6. júní 2024) áður en samsvarandi breyting á aðalskipulagi var samþykkt í sveitarstjórn (12. júní 2024). Skipulagstillögurnar voru báðar samþykktar samhliða á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 27. maí 2024.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir, í annað sinn, fyrirliggjandi skipulagstillögu frístundabyggðar á Úlfsstaðaholti í landi Úlfsstaða í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?