Fara í efni

Varmadælur í dreifbýli

Málsnúmer 202305087

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 36. fundur - 08.06.2023

Fyrir liggja minnispunktar um varmadælur í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Málinu frestað til næsta fundar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 38. fundur - 10.08.2023

Fyrir liggja minnispunktar um varmadælur í dreifbýli frá samtalsfundum sem heimastjórn Fljótsdalshéraðs hélt með íbúum í apríl og maí síðast liðnum.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs beinir ábendingum um tækifæri til varmadæluvæðingar á köldum svæðum til HEF veitna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur minnisblað um varmadælur í dreifbýli, frá opnum fundum heimastjórnar, sem haldnir voru í Brúarási og að Eiðum (gamla barnaskólanum) 16. og 17. apríl 2024.

Á fundinn undir þessum lið mætti Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF veitna, Védís Vaka Vignisdóttir verkefnastjóri hjá HEF veitum, Ágústa Björnsdóttir formaður stjórna HEF veitna og gerðu grein fyrir vinnu við greiningu á möguleikum til upphitunar húsa með varmadælum. Á fundinum var einnnig upplýst að HEF veitur hyggjast halda íbúafundi í ágúst, í samvinnu við Orkusjóð og Austurbrú.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs þakkar fulltrúum HEF veitna fyrir góðar umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttinu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?