Fara í efni

Tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár auglýst til umsagnar

Málsnúmer 202402162

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 47. fundur - 06.03.2024

Umhverfisstofnun auglýsir til umsagnar tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár skv.
ákvæðum 36. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár er skrá yfir þær náttúruminjar sem Alþingi ákveður að setja í forgang til næstu fimm ára, skv. 2. mgr. 33. gr. ofangreindra laga.

Heimstjórn gerir ekki athugaemdir við framkvæmdaáætlunina fyrir sitt leyti

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024. Ein tillagan í framkvæmdaáætluninni varðar Húsey og Eyjasel á Úthéraði.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 45. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024.

Lagt fram til kynningar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 07.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli, til umsagnar, dagsett 19.2. 2024. Frestur til að skila athugasemdum er til og með 19. apríl 2024. Ein tillagan í framkvæmdaáætluninni varðar Húsey og Eyjasel á Úthéraði.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 46. fundur - 13.03.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun tillaga að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár í kynningarferli til umsagnar.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til afgreiðslna heimastjórna Borgarfjarðar, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar gerir sveitarstjórn Múlaþings ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu Umhverfisstofnunar að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur frá Umhverfisstofnun umsögn um innkomnar athugasemdir sem bárust stofnuninni á kynningartíma tillögu að framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár og skilað til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?