Fara í efni

Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 135. fundur - 02.12.2024

Starfsmaður heimastjórnar á Djúpavogi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrirhugaðar umsóknir í Fiskeldissjóð teknar til umræðu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir upplýsingum frá heimastjórn Djúpavogs um möguleg verkefni, og forgangsröðun þeirra til 3 ára, sem eru styrkhæf í Fiskeldissjóð.

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar ofangreint liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson - mæting: 10:00

Heimastjórn Djúpavogs - 55. fundur - 05.12.2024

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum 2.des að óska eftir upplýsingum frá heimastjórn Djúpavogs um möguleg verkefni, og forgangsröðun þeirra til 3 ára, sem eru styrkhæf í Fiskeldissjóð.
Eftirtalin verkefni telur heimastjórn Djúpavogs mikilvægt að sækja um styrki í (í stafrófsröð):

Fráveita, framhald á fyrri framkvæmdum, fækka útrásum og bæta hreinsun.
Gatnaframkvæmdir vegna nýrra lóða og hverfa.
Grunnskóli viðbygging.
Hafnarsvæði bætt aðstaða við Djúpavoginn, flotbryggjur/trébryggjur.
Kostnaður við aðalskipulags og deiliskipulagsvinnu.
Leikskóli viðbygging.
Malbik og bætt aðstaða og aðkoma að hafnarsvæði.
Matarsmiðja og nýsöpunarsetur, fullvinnsla afurða úr héraði.
Uppbygging á íþrótta- og leiksvæði í Blánni.
Viðbygging / líkamsrækt við íþróttamiðstöð Djúpavogs.
Yfirbygging yfir sparkvöll við íþróttamiðstöð.
Þjónustumiðstöð / hafnarhús.

Að mati heimastjórnar ætti að sækja um að lágmarki 4-5 verkefni á hverju ári. Nauðsynlegt er að fara að vinna í þeim umsóknum sem fyrst til að tryggja að umsóknir séu vandaðar og skilvirkar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 57. fundur - 07.02.2025

Farið yfir forgangsröðun verkefna.
Heimastjórn álítur að sækja eigi um í eftirtalin verkefni í Fiskeldissjóð á árinu 2025

1. Leikskóli viðbygging.
2. Endurbætur á Íþróttamiðstöð í samráði við forstöðumann.
3. Uppbygging hafnarmannvirkja vegna umfangs fiskeldis, viðlegukantur.
4. Öryggi gangandi vegfarenda, gangstéttar og göngustígar.
5. Nýbygging þjónustumiðstöðvar.

Heimastjórn telur mikilvægt að vinna við umsóknir í Fiskeldissjóð fari fram samhliða vinnu við fjárhagsáætlun í framtíðinni, til að tryggja að mótframlag sé til staðar í verkefnin, sé það nauðsynlegt.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 140. fundur - 17.02.2025

Sveitarstjóri, fráfarandi hafnarstjóri, verkefnastjóri hafna sitja fundinn undir þessum lið.
Fiskeldissjóður hefur auglýst eftir umsóknum í sjóðinn fyrir árið 2025. Til úthlutunar eru kr. 456.100.000 en umsóknarfrestur er til 10. mars næst komandi.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna umsókn vegna tveggja verkefna í fiskeldissjóð. Um er að ræða stækkun við leikskólann Bjarkatún og hins vegar kaup á húsnæði fyrir þjónustumiðstöð Djúpavogs.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Björn Ingimarsson
  • Eiður Ragnarsson
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir

Heimastjórn Djúpavogs - 58. fundur - 06.03.2025

Heimastjórn lýsir yfir vonbrigðum sínum með bókun Umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. febrúar 2025 varðandi umsóknir í Fiskeldissjóð. Telur heimastjórn að sækja eigi um í fleiri verkefni í nafni sveitarfélagsins,
Heimastjórn vísar á tölfræði inni á vef Fiskeldissjóðs máli sínu til stuðnings. Sú tölfræði bendir eindregið til þess að þarna séu tækifæri til að fá fjármuni í fjölmörg fleiri verkefni.

Heimastjórn bendir á bókun sína frá fundi 55 sem haldinn var þann 5. desember 2024, en þar voru talin upp 12 verkefni misstór en öll mikilvæg. Einnig bókun frá fundi 57 sem haldinn var 7. febrúar 2025 þar sem heimstjórn forgangsraðaði 5 verkefnum að beiðni Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Heimastjórn beinir því Byggðarráðs að sjá til þess að sótt sé um í 5 verkefni hið minnsta á hverju umsóknartímabili.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 147. fundur - 18.03.2025

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs dags. 06.03.2025 þar sem líst er yfir vonbrigðum með bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 17. febrúar sl er varðar fjölda umsókna í Fiskeldissjóð. Óskað er eftir að sótt verði um fimm verkefni hið minnsta á hverju umsóknartímabili.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar ábendinguna frá heimastjórn Djúpavogs og samþykkir að beina því til sveitarstjóra að rýna ferlið varðandi umsóknir í Fiskeldissjóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd