Fara í efni

Sorphirða á Borgarfirði

Málsnúmer 202411215

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 53. fundur - 05.12.2024

Stefán Aspar Stefánsson verkefnastjóri umhverfismála kynnti nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Múlaþingi í samræmi við nýja löggjöf. Heimastjórn líst best á að tekið verði upp fjögurra tunnu kerfi við hvert heimili líkt og annars staðar í sveitarfélaginu. Við þessar breytingar verður sorphirðu sinnt af verktaka en ekki starfsmönnum áhaldahúss. Þessi breyting mun hafa þau áhrif að fyrirtæki á Borgarfirði munu þau þurfa að semja sjálf við sorphirðuaðila. Starfsmaður heimastjórnar mun veita frekari upplýsingar sé þess óskað.

Sorphirðumál á Borgarfirði verða tekin fyrir á íbúafundi heimastjórnar.
Mál í vinnslu.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 10:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?