Fara í efni

Drasl og ruslsöfnun íbúa í þéttbýlinu á Borgarfirði Eystra

Málsnúmer 202407046

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 49. fundur - 08.08.2024

Fyrir liggur bréf frá Bryndísi Snjólfsdóttur og Elísabetu Sveinsdóttur sem barst 10.07.2024 um umgengni og ruslasöfnun íbúa á Borgarfirði og er óskað eftir að farið verði í úrbætur auk þess sem gerðar eru tillögur um staðsetningu gámasvæðis.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar bréfriturum brýninguna og er sammála þeim um að víða sé hægt að gera betur þegar kemur að umgengi og umhirðu í þorpinu og hvetur íbúa og fyrirtækjaeigendur til að taka til í kringum sig.
Jafnframt óskar heimastjórn eftir því að framkvæmda- og umhverfismálastjóri mæti á næsta fund heimastjórnar þar sem leitað verði lausna um mögulega staðsetningu fyrir gáma og fleira er varðar umgengni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 50. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggur bréf frá Bryndísi Snjólfsdóttur og Elísabetu Sveinsdóttur sem barst 10.07.2024 um umgengni og ruslasöfnun íbúa í Bakkagerði og er óskað eftir að farið verið í úrbætur auk þess sem gerðar eru tillögur um staðsetningu gámasvæðis.
Málið var tekið fyrir á síðasta fundi heimastjórnar.

Á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Elísabet Sveinsdóttir ræddi mögulegt vanhæfi sitt. Það borið upp og fellt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar þakkar Hugrúnu fyrir komuna á fundinn og góðar umræður og upplýsingar. Gert er ráð fyrir að málið verði aftur tekið upp á fundi heimastjórnar í haust með fulltrúum frá umhverfis- og framkvæmdasviði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?