Fara í efni

Umsókn um stækkun lóðar, Úranía

Málsnúmer 202405126

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 125. fundur - 02.09.2024

Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa Úraníu (L213204) á Borgarfirði, um stækkun á lóðinni vegna fyrirhugaðrar byggingar á um 40 fermetra gestahúsi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar málinu til umsagnar hjá heimastjórn Borgarfjarðar áður en það verður tekið til frekari umfjöllunar hjá ráðinu.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 50. fundur - 05.09.2024

Fyrir liggur umsókn frá lóðarhafa Úraníu (L213204) á Borgarfirði, um stækkun á lóðinni vegna fyrirhugaðrar byggingar á um 40 fermetra gestahúsi.
Umhverfis- og framkvæmdaráð tók erindið fyrir á 125. fundi sínum og óskaði eftir umsögn heimastjórnar.

Heimastjórn Borgarfjarðar gerir ekki athugasemd við stækkun lóðarinnar við Úraníu vegna byggingar á um 40 fermetra gestahúsi, en mælir með að svæði B og C á mynd verði frekar valið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 126. fundur - 16.09.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekin er fyrir að nýju umsókn frá lóðarhafa Úraníu (L213204) á Borgarfirði, um stækkun á lóðinni vegna fyrirhugaðrar byggingar á um 40 fermetra gestahúsi. Jafnframt liggur fyrir umsögn heimastjórnar Borgarfjarðar um málið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir heimastjórn Borgarfjarðar og samþykkir að lóðin verði stækkuð til samræmis við svæði B og C á skýringarmynd. Starfsmönnum falið að vinna að málinu í samvinnu við lóðarhafa.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?