Fara í efni

Málefni Fjarðarborgar

Málsnúmer 202408007

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 49. fundur - 08.08.2024

Til umfjöllunar eru málefni Fjarðarborgar.

Heimastjórn Borgarfjarðar leggur áherslu á að hið allra fyrsta verði brugðist við skemmdum í kjallara undir sviði Fjarðarborgar, þar sem vatnslögn sprakk í vor, til að koma í veg fyrir frekara tjón af þess völdum. Að mati heimastjórnar þarf að fjarlægja allt timburverk í kjallara og í bakdyrainngangi (viðbyggingu). Endurnýja þarf dren meðfram kjallara svo koma megi í veg fyrir að leirblandað vatn leki áfram inn í kjallarann og stöðva leka í gegnum þak hússins.
Heimastjórn beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að bregðast við þessu ástandi hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 123. fundur - 19.08.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Borgarfjarðar, dags. 8. ágúst 2024, þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að brugðist verði við skemmdum í kjallara undir sviði Fjarðarborgar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdamálastjóri upplýsti um að unnið hafi verið að viðgerðum í sumar og verður þeim áframhaldið eins og þörf er á.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 50. fundur - 05.09.2024

Til umfjöllunar voru málefni Fjarðarborgar.

Inn á fundinn undir þessum lið mætti Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Heimastjórn Borgarfjarðar fagnar því að búið sé að bregðast við leka í kjallara undir sviði með því að fjarlægja þaðan timburverk, en leggur áherslu á að skoðað verði með vatnsleka í forstofu við sviðið og hvað orsaki hann.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?