Fara í efni

Staða á þjónustu við aldraða í Múlaþingi

Málsnúmer 202405173

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Múlaþings - 7. fundur - 30.05.2024

1. Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, fór yfir þjónustu við eldri borgara í hverjum byggðarkjarna fyrir sig í Múlaþingi. Fundarmenn eru sammála um að gera þurfi greiningu á húsnæðisþörf fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara í hverjum byggðarkjarna. Málinu vísað til fjölskylduráðs.
2. Umfjöllun frestað.
3. Varðandi skipulag funda öldungaráðs er lagt til að fastir fundir verði haldnir að lágmarki þrisvar sinnum á ári. Staðfundir verði haldnir í maí og september og fjarfundur í janúar. Fundardagar verði alla jafna annan fimmtudag í mánuði.
Getum við bætt efni þessarar síðu?