Fara í efni

Staða á þjónustu við aldraða í Múlaþingi

Málsnúmer 202405173

Vakta málsnúmer

Öldungaráð Múlaþings - 7. fundur - 30.05.2024

1. Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri, fór yfir þjónustu við eldri borgara í hverjum byggðarkjarna fyrir sig í Múlaþingi. Fundarmenn eru sammála um að gera þurfi greiningu á húsnæðisþörf fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara í hverjum byggðarkjarna. Málinu vísað til fjölskylduráðs.
2. Umfjöllun frestað.
3. Varðandi skipulag funda öldungaráðs er lagt til að fastir fundir verði haldnir að lágmarki þrisvar sinnum á ári. Staðfundir verði haldnir í maí og september og fjarfundur í janúar. Fundardagar verði alla jafna annan fimmtudag í mánuði.

Öldungaráð Múlaþings - 8. fundur - 19.09.2024

Öldungaráð beinir því til sveitarstjórnar að leiðrétt verði sú mismunun sem felst í því að ekki sé greitt fyrir fundarsetu allra ráða í Múlaþingi.

Sveitarstjórn Múlaþings - 51. fundur - 16.10.2024

Fyrir liggur bókun öldungaráðs þar sem því er beint til sveitarstjórnar að leiðrétt verði sú mismunun sem felst í því að ekki sé greitt fyrir fundarsetu allra ráða í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Eins og fram kemur í erindisbréfi öldungaráðs er ekki um fastanefnd á vegum sveitarfélagsins að ræða heldur samráðsvettvang sem skipað er til á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Seta í ráðinu er því ekki launuð.

Samþykkt með 9 atkvæðum, tveir sátu hjá (HÞ og ES).

Fjölskylduráð Múlaþings - 114. fundur - 22.10.2024

Fyrir liggur bókun öldungaráðs þar sem því er beint til fjölskylduráðs og sveitarstjórnar að leiðrétt verði sú mismunun sem felst í því að ekki sé greitt fyrir fundarsetu allra ráða í Múlaþingi.
Fjölskylduráð vísar til bókunar Sveitarstjórnar frá 16. október sl. þar sem fram kemur að í erindisbréfi öldungaráðs er ekki um fastanefnd á vegum sveitarfélagsins að ræða, heldur samráðsvettvang sem skipað er til á grundvelli laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Seta í ráðinu er því ekki launuð.

Samþykkt: SG, GBH, ÞBJ og GLG. Sátu hjá: ÁMS, ES og JHÞ.

Varðandi bókun öldungaráðs á fundi þann 30. maí 2024, þar sem því var vísað til fjölskylduráðs að gera þyrfti greiningu á húsnæðisþörf fyrir félags- og tómstundastarf eldri borgara í hverjum byggðarkjarna er því til að svara að viðraðar hafa verið óánægjuraddir með aðstöðu félaganna á Djúpavogi og á Seyðisfirði. Fjölskylduráð vill skipuleggja heimsóknir til stjórna félags eldri borgara, skoða aðstöðuna sem þau búa við og heyra sjónarmið notenda.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?