Fara í efni

Erindi er varðar Janus heilsuefling, verkefni fyrir 65 plús

Málsnúmer 202401122

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 95. fundur - 15.02.2024

Erindi Sigrúnar Ólafsdóttur er vísað til umsagnar hjá öldungaráði Múlaþings. Ráðið er beðið um að kanna kosti og galla verkefnisins, kostnað og hvernig væri hægt að útfæra það í fjölkjarna sveitarfélagi, auk þess að kanna hversu margir myndu nýta sér slíka þjónustu sem kostar talsvert fyrir þátttakendur.

Samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Múlaþings - 7. fundur - 30.05.2024

Dagný Ómarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta og tómstunda hjá Múlaþingi, kynnti stuttlega Janusarverkefnið vegna erindis frá fjölskylduráði. Fundarmenn sammála um að Janusar verkefnið sé mikilvægt fyrir bættri heilsu eldri borgara og verkefnið myndi leiða til þess að fólk geti búið lengur heima. Ráðið bendir á að það hafi ekki heimild eða fjármagn til að gera þær kannanir sem fjölskylduráð fór fram á með bókun sinni þann 15. febrúar 2024. Öldungaráð felur fjölskylduráði að vinna málið áfram og gera ráð fyrir Janusarverkefninu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.
Getum við bætt efni þessarar síðu?