Fara í efni

Erindi er varðar Janus heilsuefling, verkefni fyrir 65 plús

Málsnúmer 202401122

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 95. fundur - 15.02.2024

Erindi Sigrúnar Ólafsdóttur er vísað til umsagnar hjá öldungaráði Múlaþings. Ráðið er beðið um að kanna kosti og galla verkefnisins, kostnað og hvernig væri hægt að útfæra það í fjölkjarna sveitarfélagi, auk þess að kanna hversu margir myndu nýta sér slíka þjónustu sem kostar talsvert fyrir þátttakendur.

Samþykkt samhljóða.

Öldungaráð Múlaþings - 7. fundur - 30.05.2024

Dagný Ómarsdóttir, verkefnastjóri íþrótta og tómstunda hjá Múlaþingi, kynnti stuttlega Janusarverkefnið vegna erindis frá fjölskylduráði. Fundarmenn sammála um að Janusar verkefnið sé mikilvægt fyrir bættri heilsu eldri borgara og verkefnið myndi leiða til þess að fólk geti búið lengur heima. Ráðið bendir á að það hafi ekki heimild eða fjármagn til að gera þær kannanir sem fjölskylduráð fór fram á með bókun sinni þann 15. febrúar 2024. Öldungaráð felur fjölskylduráði að vinna málið áfram og gera ráð fyrir Janusarverkefninu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2025.

Fjölskylduráð Múlaþings - 114. fundur - 22.10.2024

Á fundi öldungaráðs þann 30. maí 2024 bókaði ráðið að það hefði ekki heimild eða fjármagn til að gera þær kannanir sem fjölskylduráð hafði beðið um að gerðar væru til að fjölskylduráð gæti tekið formlega ákvörðun um það hvort taka ætti þátt í Janusarverkefninu af hálfu sveitarfélagsins. Öldungaráð fól fjölskylduráði að vinna málið áfram og gera ráð fyrir Janusarverkefninu í fjárhagsáætlun ársins 2025.

Fjölskylduráð bendir á að hreyfiúrræðum fyrir eldra fólk í Múlaþingi hefur fjölgað verulega á umliðnu ári, í öllum byggðarkjörnum öðrum en á Borgarfirði eystri. Ráðið vill auk þess enn benda á að unnið er að betri þjónustu við eldra fólk í sveitarfélaginu í samstarfi við HSA og viðkomandi ráðuneyti í gegnum verkefnið Gott að eldast. Fjölskylduráð vill sjá hverjar niðurstöður þeirrar vinnu verða, áður en ákvarðanir eru teknar um frekari hreyfiúrræði eins og Janusarverkefnið, þar sem möguleikar á samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk HSA um heilsueflingu eldra fólks gætu leitt til hagstæðari úrræða heldur en það sem öldungaráð vill koma á fót. Ráðið vill einnig benda á að félag eldri borgara getur sjálft gengið til samninga við Janus um þjónustu við félagsmenn, telji þeir að nægur fjöldi þátttakenda fengist til að standa undir kostnaði.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?