Fara í efni

Erindisbréf fyrir stýrihóp Okkar heims

Málsnúmer 202310061

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 85. fundur - 31.10.2023

Borist hefur erindi frá samtökunum Okkar heimur sem styður við foreldra með geðrænan vanda og börn þeirra. Samtökin hafa verið með starfsemi í Reykjavík undanfarin þrjú ár og hyggjast setja á fót sambærilegt úrræði á Akureyri sem ætlað er að þjóna austur- og norðurhluta landsins. Óskað hefur verið eftir fulltrúa frá félagsþjónustu Múlaþings í stýrihóp vegna verkefnisins. Félagsmálastjóri mun sitja fund um málið í janúar mánuði á komandi ári.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 114. fundur - 22.10.2024

Tekin er fyrir beiðni frá samtökunum Okkar heimur um fjárstuðning til starfsemi samtakanna á Norður- og Austurlandi. Fjölskylduráð sér sér ekki fært að styrkja samtökin að þessu sinni og óskar þeim góðs gengis í störfum sínum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?