Fara í efni

Egilsstaðastofa, tillaga að breyttu fyrirkomulagi

Málsnúmer 202411095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 134. fundur - 19.11.2024

Tillaga að breyttu fyrirkomulagi varðandi rekstur Egilsstaðastofu á Egilsstöðum.
Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri, og fór yfir tillögu að breyttu fyrirkomulagi varðandi rekstur Egilsstaðastofu á Egilsstöðum.

Í vinnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 135. fundur - 26.11.2024

Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri, og fór yfir tillögur að breyttu fyrirkomulagi varðandi rekstur Egilsstaðastofu á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu 1 varðandi breytingar á rekstri umferða- og upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum og að gerður verði samningur til 3 ára með möguleika á framlengingu um 1 ár, tvisvar sinnum. Atvinnu- og menningarmálastjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 08:40

Byggðaráð Múlaþings - 136. fundur - 03.12.2024

Fyrir liggur tillaga að samningi um rekstur umferða- og upplýsingamiðstöðvar á Egilsstöðum á nýjum grunni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samningi við núverandi rekstraraðila Egilsstaðastofu um rekstur umferða- og upplýsingamiðstöðvar. Atvinnu- og menningarmálastjóra falinn frágangur málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?