Fara í efni

Ályktun frá samtökum kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á Austurlandi

Málsnúmer 202411193

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 136. fundur - 03.12.2024

Fyrir liggur ályktun frá samtökum kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldskólum á Austurlandi þar sem skorað er á sveitarstjórnir á Austurlandi að beita sér fyrir lausn á kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings vekur athygli á að umboð til kjarasamningagerðar f.h. Múlaþings og annarra sveitarfélaga liggur hjá samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga. Byggðaráð bindur vonir við að samningsaðilar nái samkomulagi í deilunni sem allra fyrst og hvetur til þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?