Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Bláargerði 4

Málsnúmer 202410123

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 130. fundur - 21.10.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum vegna lóðarinnar Bláargerði 4. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis Egilsstaða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingin verði grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Bláargerði 2, 8-10 og 12-14 í samræmi við gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð.
Málið verður tekið fyrir að nýju að grenndarkynningu lokinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 134. fundur - 25.11.2024

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum vegna lóðarinnar Bláargerði 4 var kynnt í Skipulagsgátt frá 22. október með athugasemdafresti til og með 21. nóvember 2024. Breytingin var jafnframt grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum á skipulagssvæðinu. Engar athugasemdir bárust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?