Fara í efni

Styrkbeiðni vegna landvörslu á Víknarslóðum 2024

Málsnúmer 202403088

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 111. fundur - 19.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarstefnu og fyrirkomulag landvörslu á Víknaslóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi til umhverfis- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 112. fundur - 25.03.2024

Fyrir liggur erindi frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs varðandi framtíðarstefnu og fyrirkomulag landvörslu á Víknaslóðum.
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að gera drög að samningi í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 08:55

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 113. fundur - 15.04.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Í samræmi við bókun frá 112.fundi ráðsins eru lögð fyrir drög að samningi við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóp Borgarfjarðar vegna landvörslu á Víknaslóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi en veitir jafnframt verkefnastjóra umhverfismála heimild til að fullvinna samninginn í samráði við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Ferðarmálahóp Borgarfjarða.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 133. fundur - 18.11.2024

Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.
Framlagt erindi Ferðafélags Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahóps Borgarfjarðar eystri um styrk vegna tjóns við landvörslu á Víknarslóðum í sumar ásamt fylgiskjölum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að veita styrk í samræmi við framlagt erindi.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:50

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 133. fundur - 18.11.2024

Lögð er fram til kynningar skýrsla landvarða á Víknaslóðum 2024 sem ber heitið "Víknaslóðir og Stórurð til framtíðar".
Frestað.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 09:55
Getum við bætt efni þessarar síðu?