Fara í efni

Bætt aðstaða í Djúpavogshöfn

Málsnúmer 202404069

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 49. fundur - 02.05.2024

Heimastjórn líst mjög vel á framkomnar hugmyndir. Heimastjórn telur einning mikilvægt að samhliða þessari framkvæmd verði unnið að endurbótum á aðstöðu til olíuáfyllingar smábáta, ásamt því að endurbyggja aðstöðu fyrir landtöku smábáta á sama stað.

Heimastjórn hefur áður bent á þörfina fyrir endurbætur á aðstöðu til landtöku á fundi (11.08.2022) og einnig hefur Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallað um sama mál á fundi (03.10.2022, mál nr.202208029).

Heimastjórn vísar erindinu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs sem fer með málefni hafna Múlaþings til frekari vinnslu.

Samþykkt samhljóða

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 118. fundur - 27.05.2024

Yfirhafnarvörður, Rúnar Gunnarsson, og staðgengill hafnarstjóra, Eiður Ragnarsson, sátu fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dags. 9. apríl 2024, frá Fiskeldi Austfjarða sem heimastjórn Djúpavogs vísaði til ráðsins á 49. fundi sínum. Í erindinu eru lagðar fram hugmyndir um viðlegukant í Djúpavogshöfn.

Málið er áfram í vinnslu hjá starfsfólki hafnarinnar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 126. fundur - 16.09.2024

Verkefnastjóri hafna situr fundinn undir þessum lið.
Farið yfir stöðu verkefnis við nýjan viðlegukant í Djúpavogshöfn en unnið er að kostnaðargreiningu og valkostagreiningu (flot- eða trébryggja).

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Eiður Ragnarsson
Getum við bætt efni þessarar síðu?