Fara í efni

Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 29. fundur - 12.09.2022

Starfsmanni heimastjórnar falið að koma erindinu til framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings til frekari skoðunar.

Heimastjórn Djúpavogs - 38. fundur - 01.06.2023

Í ljósi stóraukinnar umferðar ferðafólks og uppbyggingar í atvinnulífi á Djúpavogi telur heimastjórn á Djúpavogi brýnt að hafist verði handa sem fyrst við deiliskipulag miðbæjarins. Heimastjórn beinir þeim tilmælum til umhverfis- og framkvæmdaráðs að þeirri miklu og góðu vinnu sem fór af stað á sínum tíma verði haldið áfram og að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði fjármagn til verkefnisins tryggt.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Á 38. fundi heimastjórnar Djúpavogs var samþykkt að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði tryggt fjármagn til gerðar deiliskipulags fyrir miðbæ Djúpavogs.

Máli frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90. fundur - 14.08.2023

Á 38. fundi heimastjórnar Djúpavogs var samþykkt að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði tryggt fjármagn til gerðar deiliskipulags fyrir miðbæ Djúpavogs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að unnið verði deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs í ljósi aukinnar umferðar ferðafólks auk annarrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu.
Ráðið vísar ábendingunni til frekari umfjöllunar um forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 41. fundur - 07.09.2023

Fyrir fundinum lá eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi sem samþykkt var samhljóða 14. ágúst:

"Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að unnið verði deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs í ljósi aukinnar umferðar ferðafólks auk annarrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Ráðið vísar ábendingunni til frekari umfjöllunar um forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024."

Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir ánægju sinni með afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og er tilbúin til samstarfs um verkefnið þegar þar að kemur.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 50. fundur - 06.06.2024

Heimasjórn vill ítreka fyrri bókanir um vinnu við deiliskipulag í miðbæ Djúpavogs. Nauðsynlegt er að ráðast í þessa vinnu strax til að hægt sé að byggja upp og laga aðstöðu fyrir íbúa og gesti í miðbæ Djúpavogs.

Nú þegar er til grunnur að þessari vinnu sem unnin var fyrir Djúpavogshrepp.

Heimastjórn samþykkir að vísa þessu til Umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 121. fundur - 01.07.2024

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs þar sem ítrekaðar eru fyrri bókanir um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag í miðbæ Djúpavogs án tafar með það að markmiði að laga aðstöðu fyrir íbúa og gesti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Það er mat umhverfis- og framkvæmdaráðs að betur fari á því að klára vinnu við gerð nýs aðalskipulags Múlaþings þar sem horft verður til þeirra ábendinga sem fram hafa komið um miðbæjarsvæði Djúpavogs, áður en hafist verður handa við gerð nýs deiliskipulags svæðisins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?