Fara í efni

Skipulögð geymslusvæði, reglur og leigusamningur

Málsnúmer 202406108

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 122. fundur - 08.07.2024

Verkefnastjóri framkvæmdamála, Vordís Jónsdóttir, og þjónustufulltrúi á byggingarsviði, Eggert Sigtryggsson, sátu fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggja drög að reglum um skipulögð geymslusvæði í byggðakjörnum Múlaþings, ásamt drögum að formi leigusamnings og tillögum að staðsetningum svæða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um geymslusvæði í Múlaþingi og formi leigusamnings og vísar þeim til byggðaráðs til staðfestingar. Ráðið samþykkir staðsetningar á geymslusvæðum á Borgarfirði, Djúpavogi og Seyðisfirði en felur starfsfólki að skoða betur fyrirhugaða staðsetningu geymslusvæðis í Fellabæ.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúi M-lista (HH) leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi M-Listans mótmælir þeirri valdníðslu að lóðin Iðjusel 3 sé tekinn undir gáma geymslusvæði. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað var búið að úthluta þessari lóð undir atvinnustarfsemi en sendi svo aldrei reikning fyrir lóðinni, Múlaþing hefur heldur ekki sent reikning þrátt fyrir margar ítrekanir hlutaðeigandi aðila. Vegna seina gangs og slóðaskaps sveitarfélagana gátu þessir aðilar aldrei greitt fyrir lóðina, af því það kom aldrei reikningur.
Einnig leggst ég alfarið á móti því að Sveitarfélagið sé að skipuleggja og koma upp en einum rusla söfnunarstað við aðkomu inn í Egilsstaði/Fellabæ.

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Fyrir liggur bókun frá 122. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 08.07.2024, varðandi reglur um skipulögð geymslusvæði í Múlaþingi.

Eftir farandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir fyrirliggjandi drög að reglum um geymslusvæði í Múlaþingi og form leigusamnings. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þessu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Getum við bætt efni þessarar síðu?