Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

118. fundur 27. maí 2024 kl. 08:30 - 11:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Málefni Slökkviliðs Múlaþings

Málsnúmer 202209242Vakta málsnúmer

Slökkviliðsstjóri Múlaþings, Haraldur Geir Eðvaldsson, sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nýlegan bruna við Miðás 12 og húsnæðismál slökkviliðs á Djúpavogi.

Lagt fram til kynningar.

2.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Staðgengill hafnarstjóra, Eiður Ragnarsson, sat fundinn undir þessum lið og fór yfir helstu framkvæmdir hjá höfnum Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

3.Hafnarreglugerð Múlaþings

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður, Rúnar Gunnarsson, sat fundinn undir þessum lið og kynnti drög að hafnarreglugerð Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa drögum að hafnarreglugerð til heimastjórna Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Djúpavogs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

4.Bætt aðstaða í Djúpavogshöfn

Málsnúmer 202404069Vakta málsnúmer

Yfirhafnarvörður, Rúnar Gunnarsson, og staðgengill hafnarstjóra, Eiður Ragnarsson, sátu fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dags. 9. apríl 2024, frá Fiskeldi Austfjarða sem heimastjórn Djúpavogs vísaði til ráðsins á 49. fundi sínum. Í erindinu eru lagðar fram hugmyndir um viðlegukant í Djúpavogshöfn.

Málið er áfram í vinnslu hjá starfsfólki hafnarinnar.

5.Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202402003Vakta málsnúmer

Fundargerðir frá 462. og 463. fundum Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

6.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála, Steingrímur Jónsson, sat fundinn undir þessum lið.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dagsett 17. maí 2024, frá ýmsum aðilum er vilja koma á framfæri áhyggjum sínum af fyrirhuguðum framkvæmdum á ytra byrði Herðubreiðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur að mörgu leyti tekið undir þau sjónarmið bréfritara sem fram koma í erindinu. Á undanförnum árum hefur verið reynt að fá verktaka til þess að fara í múrviðgerðir á Herðubreið, en ekki tekist. Nú er staðan sú að ástand hússins er talið það alvarlegt að ekki sé unnt að bíða lengur með aðgerðir. Því var ákveðið að fara í að klæða húsið að utan. Það er ljóst að þessi aðgerð er ekki fyrsta val, en ráðið styður þá ákvörðun heimastjórnar að láta klæða húsið.

Samþykkt með 6 atkvæðum, 1 (ÁMS) situr hjá.

Fulltrúi V-lista (ÁMS) leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég get tekið heilshugar undir erindið og harma það að þetta fallega hús í hjarta bæjarins fái ekki viðgerð í takt við upprunalegt útlit hússins. Það er synd að þetta mál hafi farið eins og raun ber vitni og ástandið á húsinu sé orðið það alvarlegt að ekki sé unnt að gera aðra tilraun til að fá verktaka í slíka viðgerð.
Fylgiskjöl:

7.Aðalskipulagsbreyting, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202103071Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða lauk 25. janúar sl.
Fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust við auglýsta tillögu en þær kölluðu ekki á neinar breytingar á skipulagsgögnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu deiliskipulags fyrir frístundabyggð við Úlfsstaðaholt í landi Úlfsstaða lauk 25. janúar sl. Fyrir ráðinu liggja umsagnir sem bárust við auglýsta tillögu auk minnisblaðs með viðbrögðum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu þar sem brugðist hefur verið við ábendingum og vísar henni til staðfestingar hjá heimastjórn Fljótsdalshéraðs í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

9.Deiliskipulagsbreyting, Frístundabyggð í landi Úlfsstaða

Málsnúmer 202405148Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfsstaða. Breytingin er á afmörkuðu svæði, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til málsmeðferðar og grenndarkynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfsstaða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða.

10.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur á Völlum

Málsnúmer 202309037Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagstillaga til auglýsingar vegna breytinga á deiliskipulagi Unalækjar, í samræmi við bókun ráðsins á 113. fundi. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að hún verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um byggingarleyfi, Lindarbrekka, 766,

Málsnúmer 202405061Vakta málsnúmer

Í upphafi máls vakti Eiður Gísli Guðmundsson athygli á mögulegu vanhæfi sínu og var tillaga þess efnis samþykkt samhljóða. Eiður vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á jörðinni Lindarbrekka (L159117). Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008-2020 en ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með hliðsjón af því ekki er líklegt að áformin hafi veruleg grenndaráhrif samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að falla frá grenndarkynningu og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um byggingarleyfi, Tunga, 720,

Málsnúmer 202402210Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Tungu lauk þann 16. maí 2024 án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu fyrirhugaðra byggingaráforma við Tungu sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

13.Umsókn um stofnun lóðar, Borgarfjörður, Kaupfélagsreitur

Málsnúmer 202310059Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna stofnunar nýrra lóðar á Kaupfélagsreit á Borgarfirði lauk 16. maí 2024 án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og úthluta til málsaðila.

Samþykkt samhljóða.

14.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Hleinagarður vegstæði

Málsnúmer 202405160Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn frá Vegagerðinni um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Hleinagarðs (L158097) sem fær heitið Hleinagarður, vegstæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

15.Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2024

Málsnúmer 202405091Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar fundargerð frá 1. fundi stjórnar Náttúrustofu Austurlands sem haldinn var 26. apríl 2024.



16.Fundargerðir svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202312232Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar fundargerðir frá 124. og 125. fundum svæðisráðs austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

17.Ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum

Málsnúmer 202405170Vakta málsnúmer

Að beiðni áheyrnarfulltrúa í ráðinu er tekin til umræðu staða mála við byggingu nýrrar brúar yfir Jökulsá á Fjöllum.

Máli frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 11:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?