Fara í efni

Hafnarreglugerð Múlaþings

Málsnúmer 202307014

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 37. fundur - 06.07.2023

Náttúruverndarnefnd Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að hefja vinnu við gerð hafnarreglugerðar Múlaþings ellegar að hafnarreglugerð fyrir Borgarfjarðarhöfn verði endurskoðuð með tilliti til náttúruverndarsjónarmiða er snúa að dýra- og fuglalífi.

Náttúruverndarnefnd Borgarfjarðar telur nauðsynlegt að þessi mál verði skoðuð í samhengi við farþegasiglingar í Borgarfjarðarhöfn. Mikilvægast er að fyrir liggi reglur varðandi umgengni við Hafnarhólmann og fuglalíf þar í kring. Þar mætti tiltaka hversu nálægt og hversu hratt má sigla í grennd við Hafnarhólma.

Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 118. fundur - 27.05.2024

Yfirhafnarvörður, Rúnar Gunnarsson, sat fundinn undir þessum lið og kynnti drög að hafnarreglugerð Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa drögum að hafnarreglugerð til heimastjórna Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Djúpavogs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Borgarfjarðar - 48. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur hafnarreglugerð fyrir hafnir Múlaþings.
Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við reglugerðina eins og hún liggur fyrir og samþykkir að vísa henni til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 50. fundur - 06.06.2024

Heimastjórn gerir nokkrar minniháttar athugasemdir við orðalag, sem þarf að breyta. Starfsmanni heimastjórnar falið að koma þeim á framfæri.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 47. fundur - 06.06.2024

Fyrir liggur bókun frá umhverfis- og framkvæmdaráði dags. 27. maí. 2024 þar sem drögum að hafnarreglugerð Múlaþings er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umsagnar.

Eftir farandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti drög að hafnarreglugerð Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?