Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

89. fundur 03. júlí 2023 kl. 08:30 - 12:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Sylvía Ösp Jónsdóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Sigurður Jónsson, skipulagsfulltrúi sat fundinn undir liðum nr. 14-21.

1.Umsókn um lokun götu vegna framkvæmda við Miðvang 8

Málsnúmer 202306195Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá MVA ehf. sem er framkvæmdaraðili uppbyggingar á Miðvangi 8 á Egilsstöðum. Óskað er eftir því að götunni við Miðvang verði lokað á um 40 m löngum kafla fyrir almennri umferð frá 20. ágúst 2023 til og með verkloka sem áætluð eru í árslok 2025. Jafnframt er óskað eftir afnotum af landi sveitarfélagsins undir vinnusvæði og aðstöðu fyrir verktaka.
Tillagan hefur verið borin undir hótelstjóra Hótel Héraðs, eigendur verslunarinnar River og fulltrúa Arion banka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að tilkynna lokunina til Lögreglu og viðbragðsaðila, jafnframt skal hún kynnt íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum.
Framkvæmd lokunarinnar verður unnin af málsaðila og í samræmi við fyrirliggjandi gögn skal hann útbúa göngustíg til bráðabirgða með fínkorna malaryfirborði ásamt því að afmarka og merkja svæðið með tilliti til öryggissjónarmiða.
Lögð er áhersla á að svæðinu verði skilað í sama ástandi og tekið er við því. Gangstéttar og kantsteinar lagfærðar ef þörf er á og gróðurþekja endurnýjuð með þökulögn.

Samþykkt samhljóða.

2.Ræktaraðstaða á Borgarfirði

Málsnúmer 202306147Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Óttari Kárasyni fyrir hönd Ungmennafélags Borgarfjarðarð (UMFB), sem barst í tölvupósti 21. júní 2023, þar sem lýst er yfir áhuga á því að gerð verði varanleg líkamsræktaraðstaða á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og lýsir yfir vilja til þess að starfa með UMFB að uppbyggingu ræktaraðstöðu á Borgarfirði. Erindinu er vísað til umfjöllunar og endurskoðunar á 10 ára fjárfestingaráætlun og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að taka upp samtal við félagið.

Samþykkt samhljóða.

3.Ábending, öryggismál, göngustígur upp að Gufufossi

Málsnúmer 202305240Vakta málsnúmer

Á 35. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var því beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur, dags. 22.5.2023, þar sem áhyggjum er lýst af öryggi ferðamanna sem ganga eftir þjóðveginum upp að Gufufossi.
Jafnframt er lagt fram minnisblað starfsmanna frá vinnufundi sem haldinn var vegna málsins 21. júní sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og tekur undir áhyggjur af öryggi ferðamanna á þjóðveginum upp að Gufufossi.
Ekki er gert ráð fyrir stíg á þessari leið í 10 ára fjárfestingaráætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs enda fyrirséðar ýmsar breytingar á svæðinu með tilkomu Fjarðarheiðarganga til að mynda færsla á golfvelli og vegi.
Ráðið vísar því til atvinnu- og menningarmálastjóra að kanna hvort verkefnið um lagningu göngustíga utan þéttbýlis geti verið styrkhæft hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða auk mögulegs samstarfs og greiðsluþátttöku Hafna Múlaþings í framkvæmdinni.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að skoða möguleika á lagningu göngustígar innan þéttbýlismarka í samstarfi við HEF veitur í tengslum við veituframkvæmdir á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

4.Hinsegin prjóna fánar, leyfi

Málsnúmer 202306036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hinsegin Austurlandi þar sem óskað er eftir heimild frá sveitarfélaginu til þess að hvetja íbúa til að skreyta ljósasastaura og útigögn í eigu sveitarfélagsins með hekluðum og prjónuðum hinsegin fánum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið með þeim fyrirvara að verkefnið verði afmarkað frekar. Skilgreina þarf ákveðin svæði eða götur sem fyrirhugað er að skreyta á þann hátt sem lýst er í erindinu auk þess sem nákvæmar tímasetningar skreytingartímabils þurfa að liggja fyrir ásamt ábyrgðaraðila verkefnisins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur málsaðila til að setja sig í samband við starfsmenn atvinnu- og menningarsviðs þegar útfærsla á ofangreindum atriðum liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

5.Innsent erindi, gatnagerð við Brattahlíð

Málsnúmer 202306178Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Þorvaldi Jóhannssyni, íbúa við Brattahlíð 10 á Seyðisfirði, dags. 27. júní 2023. Í erindinu er óskað eftir því að í fyrirhuguðum gatnaframkvæmdum á Seyðisfirði verði jafnframt lögð áhersla á að leggja yfirlögn og lagfæra götu og snúningsplan við Brattahlíð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið en miðað við fyrirliggjandi forgangsáætlun í gatnagerð á Seyðisfirði verður ekki unnið við Brattahlíð í ár.
Erindinu er vísað til frekari umræðu við endurskoðun forgangsverkefna í gatnagerð.

Samþykkt samhljóða.

6.Hjólastígur milli Egilsstaða og Eiða

Málsnúmer 202305082Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs um að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg milli Eiða og Egilsstaða í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólreiðastíg milli Eiða og Egilsstaða í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

7.Ósk um umsögn, Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps, Veiðihús við Hofsá

Málsnúmer 202306150Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við skipulagslýsingu breytinga á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 og nýtt deiliskipulag vegna veiðihúss í landi Hofs við Hofsá. Umsagnafrestur er til og með 14. júlí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir framlögð gögn um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps og telur ekki að áformin komi til með að hafa áhrif í Múlaþingi. Ráðið telur því ekki tilefni til að veita frekari umsögn.

Samþykkt samhljóða.

8.Fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands 2023

Málsnúmer 202301192Vakta málsnúmer

Fundargerð frá 173. fundi heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.

9.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Gata 1

Málsnúmer 202306152Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá. Stofna á lóð úr landi Holts (L157007) sem fær heitið Gata 1.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:


Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

10.Stofnun lóðar, Leirubakki 11

Málsnúmer 202305310Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna stofnunar nýrrar lóðar við Leirubakka 11 á Seyðisfirði, undir húsið Garð sem nú stendur við Hafnargötu 44, lauk 30. júní síðastliðinn. Ein athugasemd barst og liggur fyrir ráðinu að taka hana til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að brugðist verði við fyrirliggjandi athugasemd með því að auka fjarlægð frá byggingarreit á Leirubakka 11 að lóðamörkum við Vesturveg 8 úr 4 metrum í 6 metra.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina með þeim breytingum sem fjallað var um á fundinum.

Líkt og kveðið er á um í bókun frá 85. fundi byggðaráðs mun framkvæmda- og umhverfismálastjóri auglýsa lóðina lausa til úthlutunar með þeim skilmálum sem byggðaráð hefur samþykkt. Engin gatnagerðargjöld verða innheimt, en um greiðslu annarra gjalda fer samkvæmt gjaldskrá skipulags- og byggingarmála.
Byggðaráð mun staðfesta úthlutun lóðarinnar samhliða töku tilboðs í fasteignina.

Samþykkt samhljóða.

11.Stofnun nýrra lóða, Lágafell 3

Málsnúmer 202303126Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna stofnunar nýrrar lóðar við Lágafell 3 í Fellabæ lauk 30. júní síðastliðinn án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina. Ráðið samþykkir að um úthlutun lóðarinnar fari samkvæmt b) lið í 3. gr. reglna um úthlutun lóða hjá Múlaþingi og felur verkefnastjóra skipulagsmála framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

12.Breyting á lóð, Austurvegur 38B, 710

Málsnúmer 202302120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun sveitarstjórnar vegna erindis frá lóðarhafa Austurvegar 38B þar sem óskað var eftir því að sveitarstjórn endurskoði afstöðu sína um að endurbygging bílskúrs sem fór í aurskriðum 2020 sé óheimil þar til hættumat liggur fyrir og gerðar hafa verið fullnægjandi ráðstafanir í ofanflóðavörnum.
Sveitarstjórn hefur afgreitt erindið og vísað afgreiðslu þess til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og vísar því til frekari vinnslu hjá skipulagsfulltrúa.

Samþykkt samhljóða.

13.Aðalskipulagsbreyting, Efnisnáma, Kiðueyri í Grímsá

Málsnúmer 202210120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing, auk vinnslutillögu, dags. 19. júní 2023 fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna námu á Kiðueyri í landi Ketilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsgögn og felur skipulagsfulltrúa að kynna þau í samræmi við 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

14.Deiliskipulagsbreyting, Kaupvangur 4

Málsnúmer 202306092Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að útfærslu lóðamarka við Kaupvang 4 á Egilsstöðum. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

15.Deiliskipulag, Úlfsstaðaholt, frístundabyggð

Málsnúmer 202203036Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka afstöðu til deiliskipulags á Úlfsstaðaholti á Völlum. Fyrir liggur ítrekun á erindi um að ráðið samþykki deiliskipulagið og óskað verði eftir undanþágu frá fjarlægð byggingarreita að vegi til Innviðaráðuneytisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún sæki um til Innviðaráðuneytisins að fá veitta undanþágu frá grein 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð, lið „d“ vegna fjarlægðar milli bygginga og vega, fyrir lóðirnar næst veginum að sumarhúsabyggðinni í Eyjólfsstaðaskógi. Miðað er við að fjarlægð húsa að vegi verði ekki minni en 35 metrar.
Fram kemur í minnisblaði ráðgjafa að erfitt sé að gera breytingar á skipulaginu til að fækka innkeyrslum og auka fjarlægð frá vegi án þess að rýra notkun svæðisins verulega. Þá bendir ráðgjafi á að fjarlægðir milli tenginga inn á svæðið sé meiri en 100 metrar eins og Vegagerðin miðar við eftir að hann hefur gert breytingar á staðsetningu þeirra.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar afgreiðsla Innviðaráðuneytis liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

16.Deiliskipulagsbreyting, Hótel Eyvindará

Málsnúmer 202306176Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu á Eyvindará II.
Tilgangur deiliskipulagsbreytingar er að breyta staðsetningu byggingareits gistihúss og að marka leyfilegt byggingarmagn. Breyting víkur ekki frá notkun svæðisins. Breyting á útliti felst í nýbyggingum sem eru að formi í samræmi við aðrar byggingar á skipulagssvæðinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Breytingin er metin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska eftir umsögnum frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Austurlands, RARIK og HEF veitum.

Jafnframt samþykkir ráðið að grenndarkynna breytinguna fyrir fasteignaeigendum eftirfarandi eigna: Eyvindará 1 (L157589), Eyvindará 4 (L157593), Eyvindará lóð 7 (L208366) og Eyvindará /lóð 2 (L194118).

Samþykkt samhljóða.

17.Umsókn um framkvæmdaleyfi, ljósleiðari og rafstrengur, Núpur-Melshorn

Málsnúmer 202306193Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá RARIK, dags. 29. júní 2023, vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara og rafstrengs frá Núpi að Melshorni í Berufirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Náttúrufræðistofnunar Íslands og heimastjórnar Djúpavogs sem náttúruverndarnefndar. Skipulagsfulltrúa er falið að gefa út leyfi þegar umsagnir og samþykki landeigenda liggja fyrir.

Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir því til málsaðila að undirbúa verkefnin tímanlega og með þeim hætti að viðeigandi gögn liggi fyrir þegar erindið er sent inn til afgreiðslu. Á það sérstaklega við um undirrituð samþykki landeigenda.

Ráðið ítrekar fyrri afstöðu sína sem áður hefur komið fram og hvetur RARIK til þess að klára þrífösun rafmagns í sveitarfélaginu og að í þeim áfanga sem hér er til umfjöllunar verði þeir þrír bæir sem eftir standa í Berufirði tengdir.

Samþykkt samhljóða.

18.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Flatir

Málsnúmer 202306188Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir að taka um 800-1.000 m3 af efni úr skeringanámu við Mjóafjarðaveg. Náman er skilgreind í Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 með númerinu E170 þar sem heimild er fyrir efnistöku upp á 10.000 m3.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:


Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn um framkvæmdaleyfi og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi.

Samþykkt samhljóða.

19.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Fjallssel

Málsnúmer 202306120Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðra áforma um 32 ha. skógrækt í landi Fjallssels (L156998).
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem framkvæmdasvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og því liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar áformanna í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:


Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi áform verði grenndarkynnt fyrir eigendum Staffells 1 (L157026) með vísan til þess að mörk skógræktar liggja á jarðamörkum. Jafnframt verður óskað eftir umsögn frá Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða.

20.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Hafursá

Málsnúmer 202306102Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Skógræktinni vegna áforma um 176 ha. skógrækt í landi Hafursár (L157487).
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem framkvæmdasvæðið er skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota fyrir útivist. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og því liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar áformanna í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:


Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi áform verði grenndarkynnt fyrir eigendum Freyshóla (L157482) og Vaðs (L157443) með vísan til þess að mörk skógræktar liggja á jarðamörkum. Jafnframt verður óskað eftir umsögn frá Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða.

21.Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu vinnu við uppfærslu á skipulagsgögnum í kjölfar bókunar ráðsins á síðasta fundi. Jafnframt eru lögð fram erindi frá landeigendum í Klausturseli varðandi atriði í rammaskipulagi er varða efnisval í handriðum, legu göngustígar niður með Eyju ofan í Stuðlagil og efnistökustað.



Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að efnistökusvæði í landi Klaustursels verði fært inn á breytingartillögu aðalskipulags í samræmi við ósk landeiganda og felur skipulagsráðgjafa að gera viðeigandi breytingar á skipulagsgögnum.

Hvað varðar skilmála um efnisval við gerð útsýnispalla bendir umhverfis- og framkvæmdaráð á að fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu eru styrkhæfar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og sér ekki ástæðu til að gera breytingar á skipulagsgögnum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð útilokar ekki að göngustígur niður með Eyju geti mögulega stuðlað að auknu aðgengi og bætt upplifun gesta á svæðinu. Ráðið fellst þó ekki á að breytingar verði gerðar á skipulagsgögnum á þeirri forsendu að ekki sé unnt að tryggja öryggi vegfarenda á stígnum með tilliti til þess sem fram kom í öryggisúttekt.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska að nýju eftir umsögnum við skipulagstillöguna þar sem hún hefur tekið talsverðum breytingum frá tillögu á vinnslustigi.

Málið er áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

22.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi og á döfinni.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?