Fara í efni

Rammahluti aðalskipulags, Stuðlagil

Málsnúmer 202111199

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 40. fundur - 01.12.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing fyrir rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem unnið er að á svæðinu við Stuðlagil á Jökuldal.
Jafnframt er lagður fram til kynningar samningur milli Múlaþings, Austurbrúar og landeigenda við Stuðlagil um þróun Stuðlagils sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt. Lýsingin verði send heimastjórn Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 16. fundur - 06.12.2021

Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem unnið er að á svæðinu við Stuðlagil á Jökuldal.
Jafnframt er lagður fram til kynningar samningur milli Múlaþings, Austurbrúar og landeigenda við Stuðlagil um þróun Stuðlagils sem áfangastaðar fyrir ferðamenn.

Eftirfarandi var bókað fundi umhverfis- og framkvæmdráðs 1.12. 2021:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing, með þeim lagfæringum sem skipulagsfulltrúi hefur lagt til, verði auglýst og kynnt. Lýsingin verði send heimastjórn Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagslýsingu og fagnar því að verið sé að vinna heildstætt að verkefninu í aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 01.12.2021, þar sem lagt er til við sveitarstjórn að skipulagslýsing fyrir rammaskipulag sem unnið er að í kringum Stuðlagil á Jökuldal verði auglýst og kynnt.

Til máls tóku: Helgi H.Ásgrímsson,Hildur þórisdóttir,Berglind H.Svavarsdóttir og Gauti Jóhannesson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að fyrirliggjandi skipulagslýsing fyrir rammaskipulag sem unnið er að í kringum Stuðlagil á Jökuldal verði auglýst og kynnt. Skipulagsfulltrúa falinn framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 51. fundur - 30.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga fyrir rammahluta aðalskipulag Fljótsdalshéraðs vegna uppbyggingar við Stuðlagil. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til kynningar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 21. fundur - 11.04.2022

Fyrir heimastjórn liggur að veita umsögn um vinnslutillagu fyrir rammahluta aðalskipulag Fljótsdalshéraðs vegna uppbyggingar við Stuðlagil.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs fagnar að gerður verði rammahluti aðalskipulags Fljótsdalshéraðs sem verði grundvöllur uppbyggingar áfangastaðar við Stuðlagil. Það er mat heimastjórnar að vel sé tekið á áskorunum og viðfangsefnum uppbyggingar á svæðinu í vinnslutillögunni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 54. fundur - 04.05.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við kynningu vinnslutillögu rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 sem fram fór á tímabilinu 7. til 28. apríl 2022.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa og samþykkir að vísa þeim til ráðgjafa til frekari úrvinnslu og óskar eftir að fá yfirlit yfir athugasemdir og tillögur að því hvernig lagt er til að brugðist verði við athugasemdum og umsögnum.

Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 72. fundur - 19.12.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil. Gert er ráð fyrir að tillaga til auglýsingar verði lögð fram til samþykktar í janúar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 75. fundur - 30.01.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil sett fram í greinargerð með skipulagsuppdráttum, dagsett 17. janúar 2023. Um er að ræða heildræna stefnu um uppbyggingu ferðaþjónustu- og áfangastaðarins við Stuðlagil á Efri-Jökuldal.
Jafnframt eru lögð fram greinargerð og breytingaruppdráttur aðalskipulags fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Stuðlagili, dagsettur 17. janúar 2023.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið leggur áherslu á að sérstaklega verði óskað eftir umsögnum landeigenda við tillöguna á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 30.01.2023, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 verði auglýst. Einnig hafa sveitarstjórnarfulltrúum borist athugasemdir við skipulagstillöguna frá landeiganda í Klausturseli.

Til máls tók: Jónína Brynjólfsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að fyrirliggjandi tillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað verði eftir umsögnum landeigenda við tillöguna á auglýsingatíma. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.
Vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðaþjónustu- og áfangastaðinn Stuðlagil var kynnt í apríl á síðasta ári. Síðan hefur verið unnið að endanlegri skipulagsáætlun með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum sem bárust á kynningartíma í samráði við landeigendur og hagsmunaaðila. Sveitarstjórn telur mikilvægt að hraða málsmeðferð til að skipulagsáætlunin, ásamt deiliskipulagsáætlunum sem hafa verið í vinnslu samhliða fyrir Klaustursel, Hákonarstaði og Grund taki gildi sem fyrst vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu næsta sumar. Sveitarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi athugasemdum frá landeiganda til umfjöllunar í umhverfis- og framkvæmdaráði ásamt öðrum athugasemdum og umsögnum sem kunna að berast á auglýsingatíma.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur athugun Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur farið yfir framlögð gögn er lúta að því að leysa úr landbúnaðarnotum um 2,7 ha. svæði á Hákonarstöðum í því skyni að byggja upp ferðaþjónustu til að mæta þörf fyrir aðstöðu til að mæta mikilli fjölgun ferðamanna á svæðinu í samræmi við grein 5 í jarðalögum.
Það er mat ráðsins að svæðið sem leysa á úr landbúnaðarnotum sé ekki stærra en þörf krefur til fyrirhugaðrar uppbyggingar. Landeigandi hefur í samráði við skipulagsráðgjafa valið tiltekið svæði til uppbyggingar og ráðið telur ekki augljóst að um annan kost sé að ræða í því skyni sem henti síður til landbúnaðar eða jarðræktar.
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur að fyrirkomulag í skipulagsáætlun geri með fullnægjandi hætti ráð fyrir að breytt landnotkun fari saman með landbúnaðarstarfsemi á svæðinu og afmörkun þess eigi ekki að hindra starfsemi við landbúnað á nærliggjandi svæðum. Ráðið vísar að öðru leyti til álits frá RML varðandi möguleika á ræktun og öflun heyforða á svæðinu til að bæta upp fyrir það sem tapast með breyttri landnotkun á jörðinni.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og gögnin lagfærð. Skipulagsfulltrúa verði falið að láta gera viðeigandi breytingar á skipulagsáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 35. fundur - 12.04.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 27.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil verði auglýst er brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og gögn lagfærð. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 86. fundur - 05.06.2023

Auglýsingu rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs vegna uppbyggingar við Stuðlagil lauk þann 25. maí sl. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir rammahluta aðalskipulags fyrir Stuðlagil með þeim breytingum sem ráðið hefur ákveðið og vísar málinu til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að láta gera viðveigandi breytingar á skiplagsgögnum í samræmi við umræður á fundinum. Eftirfarandi breytingar verði gerðar á greinargerð rammahluta aðalskipulags:
- Lagfæringar á orðalagi í samræmi við athugasemd Minjastofnunar Íslands
- Samþykki allra landeiganda á skipulagssvæðinu þarf fyrir tengingu með nýrri göngubrú
- Breyta skal hugatakanotkun í rammahluta aðalskipulags úr "skipulagsskilmálum" í "skipulagsviðmið".

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 37. fundur - 14.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 05.06.23, þar sem rammahluti aðalskipulags vegna Stuðlagils var til umfjöllunar.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson til svara og Jónína Brynjólfsdóttir til svara.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þeirra athugasemda sem fram hafa komið frá landeigendum samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að vísa rammahluta aðalskipulags Stuðlagils aftur til umhverfis- og framkvæmdaráðs til frekari efnislegrar skoðunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að taka til umfjöllunar að nýju þær athugasemdir sem borist hafa við rammahluta aðalskipulags vegna ferðamannastaðar við Stuðlagil.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi ráðsins og þá skal bjóða til fundarins landeigendum sem og skipulagshönnuðum, fulltrúa Austurbrúar og öðrum er tengst hafa stjórn verkefnisins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 88. fundur - 26.06.2023

Til fundar mættu landeigendur, skipulagshönnuður, fulltrúar Austurbrúar og aðrir sem komið hafa að verkefninu á vinnslutíma þess. Farið var yfir næstu skref verkefnisins og þá sameiginlegu framtíðarsýn sem sett er fram um uppbyggingu áfangastaðarins við Stuðlagil í rammahluta aðalskipulags.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að texti í greinargerð rammahluta aðalskipulags sem vísar til þess að göngubrú yfir Jökulsá á Dal sé heimil með samþykki hlutaðeigandi landeigenda verði felldur út. Það er skilningur ráðsins að eigi að reisa brú yfir Jökulsá, þurfi samþykki allra aðila að samkomulagi því sem undirritað var um gerð rammahluta aðalskipulags, að liggja fyrir auk hefðbundins skipulagsferils við breytingu á aðalskipulagi.

Hvað varðar uppbyggingaráform á Grund, felur ráðið skipulagsfulltrúa að óska eftir nánari upplýsingum frá landeigendum svo hægt sé að gera viðeigandi breytingar á rammahluta aðalskipulags.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að endurskoða fyrri ákvörðun sína um að skipulagsskilmálum verði breytt í skipulagsviðmið og samþykkir nú að breyta skuli hugtakanotkun í rammahluta aðalskipulags úr "skipulagsskilmálum" í "skipulagsákvæði".

Málið verður tekið fyrir að nýju þegar frekari upplýsingar varðandi uppbyggingu á Grund liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jakob Karlsson - mæting: 09:40
  • Halla Eiríksdóttir - mæting: 09:40
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Austurbrú - mæting: 09:00
  • Urður Gunnarsdóttir, Austurbrú - mæting: 09:00
  • Sigvaldi Ragnarsson - mæting: 09:40
  • Páll Benediktsson - mæting: 09:40
  • Gauti Jóhannesson, Múlaþing - mæting: 09:40
  • Grétar Karlsson - mæting: 09:40
  • Marteinn Óli Aðalsteinsson - mæting: 09:40
  • Anna Katrín Svavarsdóttir, Teiknistofan AKS - mæting: 09:40
  • Aðalsteinn Jónsson - mæting: 09:40
  • Gréta Þórðardóttir - mæting: 09:40

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Skipulagsfulltrúi fer yfir stöðu vinnu við uppfærslu á skipulagsgögnum í kjölfar bókunar ráðsins á síðasta fundi. Jafnframt eru lögð fram erindi frá landeigendum í Klausturseli varðandi atriði í rammaskipulagi er varða efnisval í handriðum, legu göngustígar niður með Eyju ofan í Stuðlagil og efnistökustað.



Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að efnistökusvæði í landi Klaustursels verði fært inn á breytingartillögu aðalskipulags í samræmi við ósk landeiganda og felur skipulagsráðgjafa að gera viðeigandi breytingar á skipulagsgögnum.

Hvað varðar skilmála um efnisval við gerð útsýnispalla bendir umhverfis- og framkvæmdaráð á að fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu eru styrkhæfar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða og sér ekki ástæðu til að gera breytingar á skipulagsgögnum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð útilokar ekki að göngustígur niður með Eyju geti mögulega stuðlað að auknu aðgengi og bætt upplifun gesta á svæðinu. Ráðið fellst þó ekki á að breytingar verði gerðar á skipulagsgögnum á þeirri forsendu að ekki sé unnt að tryggja öryggi vegfarenda á stígnum með tilliti til þess sem fram kom í öryggisúttekt.

Umhverfis- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska að nýju eftir umsögnum við skipulagstillöguna þar sem hún hefur tekið talsverðum breytingum frá tillögu á vinnslustigi.

Málið er áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Málinu er frestað til næsta fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulagsfulltrúa falið að kalla eftir frekari skýringum í samræmi við umræður á fundinum.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Lögð er fram að nýju uppfærð skipulagstillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðamannastað við Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við bókun ráðsins á 89. fundi þ. 3. júlí sl. var tillagan sem auglýst var send að nýju til umsagnaraðila vegna þess að hún hafði tekið miklum breytingum frá þeirri tillögu sem kynnt var á vinnslustigi. Einnig voru kynnt áform um nýja efnisnámu í landi Klaustursels sem fyrirhugað er að nota við uppbyggingu svæðisins. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og Landsneti og er búið að bregðast við athugasemdum þessara aðila og gera viðeigandi lagfæringar á tillögunni ásamt því að bæta við nýrri efnisnámu í landi Klaustursels. Auk þess hefur landeigandi á Grund endurskoðað uppbyggingaráform sín og minnkað fyrirhugað byggingarmagn undir þau mörk sem myndu kalla á matsfyrirspurn til Skipulagsstofnunar.

Í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir umhverfis- og framkvæmdaráð að í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni eftir auglýsingu skuli hún auglýst á nýjan leik skv. 31. gr. sömu laga. Málinu vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 40. fundur - 18.10.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 16.10.2023 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir ferðamannastað við Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á skipulagstillögunni eftir auglýsingu skuli hún auglýst á nýjan leik skv. 31. gr. sömu laga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Endurauglýsingu rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ferðamannastaðar við Stuðlagil lauk þann 1. desember sl. Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um umsagnir og athugasemdir sem bárust við skipulagstillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fór ítarlega yfir þær athugasemdir og umsagnir sem borist hafa við auglýsingu tillögunnar auk þess sem farið var yfir athugasemdir við fyrri auglýsingu. Ráðið telur afar mikilvægt að breið sátt sé um rammahluta aðalskipulags meðal landeigenda á svæðinu sem hafa mest um það að segja hvernig til tekst við uppbyggingu Stuðlagils sem ferðamannastaðar. Tillagan var auglýst að nýju vegna þess að verulegar breytingar höfðu verið gerðar á tillögunni frá því á vinnslustigi og í lokauglýsingu voru gerðar nokkrar breytingar að auki. Allir landeigendur sendu inn athugasemdir við seinni auglýsingu tillögunnar. Ráðið telur að búið sé að ná eins mikilli sátt um rammahluta aðalskipulags og hægt er með þessari tillögu en ítrekar að það er forsenda þess að vel takist til við uppbyggingu svæðisins. Á meðan á framkvæmdum á svæðinu stendur má alltaf gera ráð fyrir að svæðið verði ófrágengið um tíma og það taki líka einhvern tíma að ná upp gróðurþekju með staðgróðri á röskuðum svæðum. Aðalatriði er að vanda til verka til framtíðar um uppbygginguna.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust frá landeigendum í Klausturseli, Grund og að Hákonarstöðum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Stuðlagil og vísar henni til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 42. fundur - 13.12.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 04.12.2023, varðandi rammahluta aðalskipulags við Stuðlagil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að rammahluta aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 ferðamannastaðar við Stuðlagil og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi drög að umsögnum um athugasemdir sem bárust á auglýsingatíma tillögunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?