Fara í efni

Hinsegin prjóna fánar, leyfi

Málsnúmer 202306036

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá Hinsegin Austurlandi þar sem óskað er eftir heimild frá sveitarfélaginu til þess að hvetja íbúa til að skreyta ljósasastaura og útigögn í eigu sveitarfélagsins með hekluðum og prjónuðum hinsegin fánum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið með þeim fyrirvara að verkefnið verði afmarkað frekar. Skilgreina þarf ákveðin svæði eða götur sem fyrirhugað er að skreyta á þann hátt sem lýst er í erindinu auk þess sem nákvæmar tímasetningar skreytingartímabils þurfa að liggja fyrir ásamt ábyrgðaraðila verkefnisins.
Umhverfis- og framkvæmdaráð hvetur málsaðila til að setja sig í samband við starfsmenn atvinnu- og menningarsviðs þegar útfærsla á ofangreindum atriðum liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?