Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Fjallssel

Málsnúmer 202306120

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Yggdrasill Carbon ehf. vegna fyrirhugaðra áforma um 32 ha. skógrækt í landi Fjallssels (L156998).
Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem framkvæmdasvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og því liggur fyrir ráðinu að taka afstöðu til grenndarkynningar áformanna í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:


Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi áform verði grenndarkynnt fyrir eigendum Staffells 1 (L157026) með vísan til þess að mörk skógræktar liggja á jarðamörkum. Jafnframt verður óskað eftir umsögn frá Minjastofnun Íslands.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að nýju framkvæmdaleyfisumsókn vegna fyrirhugaðra skógræktaráforma í landi Fjallsels (L156998). Grenndarkynningu áformanna lauk þann 7. ágúst sl. án athugasemda. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir auk uppfærðra gagna þar sem brugðist hefur verið við ábendingum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi umsókn og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?