Fara í efni

Ósk um umsögn, Aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps, Veiðihús við Hofsá

Málsnúmer 202306150

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsagnarbeiðni við skipulagslýsingu breytinga á Aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006-2026 og nýtt deiliskipulag vegna veiðihúss í landi Hofs við Hofsá. Umsagnafrestur er til og með 14. júlí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir framlögð gögn um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps og telur ekki að áformin komi til með að hafa áhrif í Múlaþingi. Ráðið telur því ekki tilefni til að veita frekari umsögn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?