Fara í efni

Ábending, öryggismál, göngustígur upp að Gufufossi

Málsnúmer 202305240

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 35. fundur - 08.06.2023

Fyrir fundinum liggur innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur dags. 22.5.2023 um að fjölmargir ferðamenn leggja leið sína gangandi upp að Gufufossi á þjóðveginum sem skapar mikla hættu.

Heimastjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir að mjög þarft er að gera ráðstafanir áður en slys verða. Vert er að taka fram að fleiri ábendingar hafa borist heimastjórn um ástandið og meðal annars hefur lögreglan lýst yfir áhyggjum sínum.

Heimastjórn vísar málinu til umhverfis-og framkvæmdaráðs og hvetur ráðið til að eiga samtal við atvinnu- og menningarstjóra Múlaþings og Vegagerðina um tafarlausar úrbætur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Á 35. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var því beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur, dags. 22.5.2023, þar sem áhyggjum er lýst af öryggi ferðamanna sem ganga eftir þjóðveginum upp að Gufufossi.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 88. fundur - 26.06.2023

Á 35. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var því beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur, dags. 22.5.2023, þar sem áhyggjum er lýst af öryggi ferðamanna sem ganga eftir þjóðveginum upp að Gufufossi.
Jafnframt er lagt fram minnisblað starfsmanna frá vinnufundi sem haldinn var vegna málsins 21. júní sl.

Frestað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Á 35. fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar var því beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að taka til umfjöllunar innsent erindi frá Margréti Veru Knútsdóttur, dags. 22.5.2023, þar sem áhyggjum er lýst af öryggi ferðamanna sem ganga eftir þjóðveginum upp að Gufufossi.
Jafnframt er lagt fram minnisblað starfsmanna frá vinnufundi sem haldinn var vegna málsins 21. júní sl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð þakkar fyrir erindið og tekur undir áhyggjur af öryggi ferðamanna á þjóðveginum upp að Gufufossi.
Ekki er gert ráð fyrir stíg á þessari leið í 10 ára fjárfestingaráætlun umhverfis- og framkvæmdasviðs enda fyrirséðar ýmsar breytingar á svæðinu með tilkomu Fjarðarheiðarganga til að mynda færsla á golfvelli og vegi.
Ráðið vísar því til atvinnu- og menningarmálastjóra að kanna hvort verkefnið um lagningu göngustíga utan þéttbýlis geti verið styrkhæft hjá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða auk mögulegs samstarfs og greiðsluþátttöku Hafna Múlaþings í framkvæmdinni.
Framkvæmda- og umhverfismálastjóra er falið að skoða möguleika á lagningu göngustígar innan þéttbýlismarka í samstarfi við HEF veitur í tengslum við veituframkvæmdir á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?