Fara í efni

Umsókn um lokun götu vegna framkvæmda við Miðvang 8

Málsnúmer 202306195

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 89. fundur - 03.07.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi frá MVA ehf. sem er framkvæmdaraðili uppbyggingar á Miðvangi 8 á Egilsstöðum. Óskað er eftir því að götunni við Miðvang verði lokað á um 40 m löngum kafla fyrir almennri umferð frá 20. ágúst 2023 til og með verkloka sem áætluð eru í árslok 2025. Jafnframt er óskað eftir afnotum af landi sveitarfélagsins undir vinnusvæði og aðstöðu fyrir verktaka.
Tillagan hefur verið borin undir hótelstjóra Hótel Héraðs, eigendur verslunarinnar River og fulltrúa Arion banka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi erindi og felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að tilkynna lokunina til Lögreglu og viðbragðsaðila, jafnframt skal hún kynnt íbúum á heimasíðu sveitarfélagsins og á samfélagsmiðlum.
Framkvæmd lokunarinnar verður unnin af málsaðila og í samræmi við fyrirliggjandi gögn skal hann útbúa göngustíg til bráðabirgða með fínkorna malaryfirborði ásamt því að afmarka og merkja svæðið með tilliti til öryggissjónarmiða.
Lögð er áhersla á að svæðinu verði skilað í sama ástandi og tekið er við því. Gangstéttar og kantsteinar lagfærðar ef þörf er á og gróðurþekja endurnýjuð með þökulögn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?