Fara í efni

Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 59. fundur - 15.08.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja tvö minnnisblöð dagsett 10. og 11. ágúst 2022, unnið ef EFLU. Annarsvegar er þar óskað er eftir heimild til breyttrar efnistöku úr Skaganámu vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir á Seyðisfirði og hins vegar er því beint til sveitarfélagsins að kanna hvar losa megi umframefni úr skeringum sem er nokkuð meira en áætlað var í verklýsingu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar sem geri ráð fyrir aukinni efnistöku í námunni á Skaga sem dugi fyrir efnisþörf við byggingu varnarvirkja undir Bjólfi og geri að auki ráð fyrir framtíðarvinnslu efnis fyrir framkvæmdir á Seyðisfirði. Breytingar á skipulagsáætluninni nái einnig til frágangs á umframefni eftir því sem nauðsyn krefur. Umhverfis- og framkvæmdamálastjóra er falið í samráði við Ofanflóðasjóð að vinna að tillögu um hvernig umframefni verið best nýtt og komið fyrir á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 09:00

Sveitarstjórn Múlaþings - 27. fundur - 14.09.2022

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 15.08.2022, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaða

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar sem geri ráð fyrir aukinni efnistöku í námunni á Skaga sem dugi fyrir efnisþörf við byggingu varnarvirkja undir Bjólfi og geri að auki ráð fyrir framtíðarvinnslu efnis fyrir framkvæmdir á Seyðisfirði. Breytingar á skipulagsáætluninni nái einnig til frágangs á umframefni eftir því sem nauðsyn krefur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 73. fundur - 16.01.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu. Samhliða er lögð fram vinnslutillaga breytingarinnar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipulags- og matslýsing ásamt vinnslutillögu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupsstaðar 2010-2030 dagsettar 13.01.2023 verði kynntar samkvæmt 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79. fundur - 06.03.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga til auglýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu. Breytingin er sett fram í greinargerð dagsett 1. mars 2023. Jafnframt eru lagðar fram umsagnir sem bárust á kynningartíma vinnslutillögu en frestur rann út 17.febrúar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32. fundur - 08.03.2023

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur að gefa umsögn um breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar efnistökusvæðis í Skaganámu.

Heimastjórn Seyðisfjarðar gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 15:15

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 87. fundur - 19.06.2023

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Skaganámu lauk 2. júní síðast liðinn. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar en engar athugasemdir gerðar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og vísar henni til staðfestingar hjá byggðaráði sem fer með fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 88. fundur - 27.06.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 19.06.2023, varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir samþykkta fyrirliggjandi skipulagstillögu varðandi breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir Skaganámu og felur skipulagsfulltrúa að koma henni í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?