Fara í efni

Eigendastefna HEF veitna ehf

Málsnúmer 202502028

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 55. fundur - 12.02.2025

Fyrir liggur tillaga að eigendastefnu HEF veitna ehf. er unnin hefur verið af starfshópi er í sátu fulltrúar sveitarstjórnar Múlaþings, stjórnar HEF veitna og framkvæmdastjóri HEF veitna ehf. auk þess að Jón Jónsson hrl. starfaði með hópnum.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson sem lagði fram tillögu að bókun, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson.

Þröstur Jónssonar M-lista leggur til eftirfarandi tillögu að bókun:
Fyrirliggjandi eigendastefna HEF veitna lýsir lítt vilja eigenda hvaða hlutverk HEF á að rækja, né hvernig. Þá er lítið eða ekkert um hvaða markmið HEF eigi að stefna að tam. í orkunýtingar- og umhverfismálum (t.d. lokað/opið kerfi jarðvarmaveitu ofl.), sölu varmaorku til "stórnotenda" versus til húshitunar.
Þá stangast fyrsta grein fyrirliggjandi eigendastefnu á við grein 1.4 í samþykktum HEF. Samþykktir félagsins, kveða er á um framleiðslu raforku og varma[orku] á meðan stefnan kveður mun þrengra um orku-þáttinn í starfsemi félagsins og segir eingöngu "hitaveitu" (þ.e. jarðvarmaveitu sem inniheldur þá ekki fjarvarmaveitu, rekstur varmaskipta ofl.)
Því fer sveitarstjórn fram á að fyrirliggjandi eigendastefna verði endursamin með stefnu og markmið að leiðarljósi.

Tillagan tekin til afgreiðslu og var felld með átta atkvæðum, tveir sátu hjá (ES,JHÞ) og einn með (ÞJ)

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að eigendastefnu HEF veitna.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti (ÞJ)
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd