Fara í efni

Samstarfssamningur um byggðasamlag, Minjasafn Austurlands

Málsnúmer 202012071

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 7. fundur - 15.12.2020

Fyrir lágu hugmyndir að útfærslum varðandi möguleg slit byggðasamlagsins um Minjasafn Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við fulltrúa Fljótsdalshrepps varðandi það hvernig best verði að slitum byggðasamlags um Minjasafn Austurlands staðið, séu sveitarfélögin bæði sammála um að slíkt sé skynsamlegt. Verði slit á byggðasamlaginu niðurstaðan skal stefnt að því að slíkt eigi sér stað miðað við 31.12.2020.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir lá bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps þar sem þeirri hugmynd að slíta Minjasafni Austurlands sem byggðasamlagi um áramótin 2020/2021 er hafnað sökum þess að fyrirvarinn hafi verið of skammur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð felur sveitarstjóra að koma á fundi með fulltrúum byggðaráðs og Fljótsdalshrepps varðandi fyrirkomulag mála varðandi byggðasamlög og samstarfsverkefni til framtíðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 44. fundur - 15.02.2022

Fyrir lá bókun sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps varðandi Minjasafn Austurlands þar sem fram kemur að sveitarstjórn Fljótsdalshrepps er mótfallin því að byggðasamlaginu um rekstur Minjasafn Austurlands verði slitið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við fulltrúa Fljótsdalshrepps. Málið verður tekið fyrir að nýju er niðurstaða úr þeirri vinnu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?