Fara í efni

Sveitarstjórn Múlaþings

34. fundur 15. mars 2023 kl. 14:00 - 19:40 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir forseti
  • Einar Freyr Guðmundsson varamaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Þröstur Jónsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Björg Eyþórsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir starfsmaður tæknisviðs
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Ársreikningur Múlaþings 2022

Málsnúmer 202303049Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson sveitarstjóri lagði fram til fyrri umræðu ársreikning Múlaþings fyrir árið 2022, ásamt endurskoðunarskýrslu frá KPMG.

Til máls tóku: Einar Freyr Guðmundsson,Þröstur Jónsson, Eyþór Stefánsson, Hildur þórisdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Björn Ingimarsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings fyrir árið 2022 til seinni umræðu í byggðaráði og sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga,fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202303010Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 07.03.23, þar sem erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er vísað til sveitarstjórnar til kynningar.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.

3.Samþykktir um starfskjör kjörinna fulltrúa

Málsnúmer 202010402Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 14.02.23, þar sem vísað er til sveitarstjórnar tillaga að breytingu á samþykktum um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að við 6. og 8. gr. samþykkta um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi verði eftirfarandi bætt: Víki aðalfulltrúi af fundi undir sérstökum dagskrárlið sökum vanhæfis í einstökum málum skal slíkt ekki hafa skerðandi áhrif á þóknun viðkomandi. Taki varafulltrúi sæti aðalfulltrúa á fundi undir sérstökum dagskrárlið skal viðkomandi greidd þóknun sem nemur 1/3 af 3% af grunni. En niður falli textinn: Taki varafulltrúi sæti aðalfulltrúa hluta úr fundi sveitarstjórnar/fastanefndar skal skipta þóknun fyrir fundarsetu jafnt á milli aðal- og varafulltrúa. Skrifstofustjóra falið að uppfæra samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa hjá Múlaþingi samkvæmt afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Reglur sveitarfélagsins Múlaþings um daggæslu barna í heimahúsum

Málsnúmer 202302059Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 14.02.23, þar sem uppfærðar reglur sveitarfélagsins Múlaþings um daggæslu barna í heimahúsum eru samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs á uppfærðum reglum um daggæslu barna í heimahúsum og felur félagsmálastjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 202208124Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 14.02.23, þar sem uppfærðar reglur sveitarfélagsins Múlaþings um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum eru samþykktar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs á uppfærðum reglum um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og felur félagsmálastjóra að sjá til þess að unnið verði samkvæmt þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, vegtenging, íbúða- og atvinnusvæði og veitur

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 13.02.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 var til umfjöllunar.

Til máls tók: Guðný Lára Guðrúnardóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Við upphaf 7.dagskrárliðar vakti forseti athygli á mögulegu vanhæfi sveitarstjórnarfulltrúa Þrastar Jónssonar og lagði til að sveitarstjórn tæki afstöðu til málsins með atkvæðagreiðslu. Forseti greindi einnig frá því að sveitarstjórnarfulltrúi Þröstur Jónsson hefði verið upplýstur með nokkurra daga fyrirvara í tölvupósti um mögulegt vanhæfi á sveitarstjórnarfundinum og þar með gefinn kostur á því að kalla inn varamann í sinn stað.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Þröstur Jónsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson og Eyþór Stefánsson

Forseti lagði fram vanhæfistillögu til afgreiðslu og voru 10 samþykktir og einn á móti (ÞJ)

Eyþór Stefánsson lagði fram tillögu um að þessum lið yrði seinkað á meðan sveitarstjórnarfulltrúi Þröstur Jónsson kallaði til varamans.

Tillagan var felld með 8 atkvæðum, 3 kusu með tillögunni (ES,HHÁ,BE)

Þröstur Jónsson lagði fram tillögu um fundarhlé á meða hann kallaði til varamann.

Tillagan var felld með 6 atkvæðum, 3 samþykkir (HÞ,GLG,ÞJ) 2 sátu hjá (ES,HHÁ)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Enn og aftur er reynt að gera mig vanhæfan í umræðu og ákvarðanatöku við leiðarvalsmálið.

Þetta er gert þrátt fyrir það, að innviðaráðherra hefur skotið sér undan að kveða upp úrskurð um vanhæfi mitt eins og hann var beðinn um í stjórnsýslukæru minni dagsettri 10. október 2022.
Áður hafði ráðherra kveðið upp úrskurð við stjórnsýslukæru minni dagsettri 3ja ágúst 2022, þar sem kemur fram að tilhæfulaust hafi verið vísa mér út af byggðaráðsfundi í júlí 2022 á grundvelli meints vanhæfis.

Í seinni stjórnsýslukæru minni varð ráðuneytið aðeins við beiðni minni um að framkvæma frumkvæðisathugun á stjórnsýslu Múlaþings, sem ráðherra birti niðurstöður úr 16. janúar síðastliðinn. Um var að ræða 13 síðna leiðbeiningar og sjónarmið ráðuneytisins. Þar kemur m.a. fram, að „Eðli hagsmuna þarf að vera þess háttar, að almennt sé hætta á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun máls.“

Ef ráðherra getur ekki kveðið upp úrskurð um vanhæfi mitt, hvernig getur sveitarstjórn Múlaþings þá gert það, meðan æðra stjórnvaldsstig eða dómstóll hefur ekki kveðið upp úrskurð?

Í ofanálag hefur enginn enn getað sýnt fram á, að ég hafi ómálefnaleg sjónarmið í máli þessu, eins og þarf til skv. áðurnefndu áliti innviðaráðuneytisins.
Það er því svo að þau, sem hér greiða atkvæði með ætluðu vanhæfi mínu, hunsa leiðbeiningar ráðuneytisins, þrátt fyrir að í lokaorðum álitsins standi: "Bendir ráðuneytið sveitarfélaginu á að kynna sér þau sjónarmið, sem rakin hafa verið í álitinu."

Þá vekur það furðu að hér vill fólk kjósa mig vanhæfan í þessu máli á meðan sveitarstjórnarfulltrúi Helgi Hlynur Ásgrímsson (HÁ) var kosinn hæfur á tveim síðastliðnum sveitarstjórnarfundum til að fjalla um Byggðakvóta annars vegar og Strandveiðar hins vegar. Þetta gerist þrátt fyrir það að HÁ vekti máls á hugsanlegu vanhæfi sínu í báðum tilfellum og vekti sérstakleg athygli á, að megin hluti tekna hans kæmi af strandveiðum á C svæði þegar best hafi látið. Því líka hagsmuni á ég enga af leiðarvali frá Fjarðarheiðargöngum, en samt ætlar sama fólk að kjósa mig vanhæfan.

Og að lokum er ljóst orðið að málflutningur minn er í samræmi við vilja meirihluta íbúa Fljótsdalshéraðs ef marka má niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar þar sem fram er komið að nær 2/3 hlutar íbúa á Héraði eru andsnúnir vali suðurleiðar á vegum meirihluta sveitarstjórnar (að teknu tilliti til þeirra sem afstöðu tóku eingöngu).

Vék Þröstur Jónsson af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Fjarðarheiðargöng var til umfjöllunar.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Ívar Karl Hafliðason,Einar Freyr Guðmundsson, Hildur Þórisdóttir, Vilhjálmur Jónsson og Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 fyrir Fjarðarheiðargöng verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt með 7 atkæðum, 3 sátu hjá (HHÁ, ÁMS, ES)
Þröstur Jónsson kom inn og sat fundinn undir öðrum liðum.

8.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, miðbær

Málsnúmer 202301174Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 fyrir miðbæ Egilsstaða var til umfjöllunar.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 fyrir miðbæ Egilsstaða verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Aðalskipulagsbreyting, Efnistaka í Skaganámu

Málsnúmer 202208053Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 fyrir stækkun Skaganámu verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Aðalskipulagsbreyting, Borgarfjörður, þéttbýli og efnisnáma í Fjarðará

Málsnúmer 202201080Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 fyrir þéttbýli og efnisnámu í Fjarðará var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarfjarðarhrepps 2004-2016 fyrir þéttbýli og efnisnámu í Fjarðará og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Aðalskipulagsbreyting, Flatir og Hlíðarhús, Efnisnámur

Málsnúmer 202209038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 06.03.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 varðandi efnisnámur var til umfjöllunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2020 þar sem efnisnámum við Flatir og í landi Hlíðarhúsa verði bætt inn á gildandi skipulag sem óverulegri breytingu sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal, erindi

Málsnúmer 202210205Vakta málsnúmer

Fyrir liggur svar Vegagerðarinnar varðandi fyrirspurn sveitarstjórnar um möguleika þess að brúin yfir Gilsá frá 1957 fái að standa.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess er fram kemur í svari Vegagerðarinnar, að til greina komi að Gilsárbrú frá 1957 fái að standa ef sveitarfélagið er tilbúið að taka brúna til eignar og viðhalds til framtíðar, er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið láta leggja mat á þann mögulega kostnað sem slíkt eignarhald gæti haft í för mér sér fyrir sveitarfélagið. Er niðurstaða liggur fyrir verði málið lagt fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti(Þ.J)

13.Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Múlaþingi

Málsnúmer 202204208Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands til síðari umræðu í sveitarstjórn Múlaþings.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir við síðari umræðu, í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011., fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss. Verkefnisstjóra umhverfismála falið að sjá til þess að samþykktin verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Samþykkt um fiðurfé utan landbúnaðarsvæða í Múlaþingi

Málsnúmer 202102197Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að samþykkt um fiðurfé utan skipulagðra landbúnaðarsvæða i Múlaþingi til afgreiðslu í sveitarstjórn Múlaþings.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsson, Ívar Karl Hafliðason, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um fiðurfé utan landbúnaðarsvæða í Múlaþingi og felur verkefnisstjóra umhverfismála að sjá til þess að samþykktin verði virkjuð.

Samþykkt með 7 atkvæðum, 2 á móti (ÁMS,ÞJ) 2 sátu hjá (ES,HHÁ)

15.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaðar og Fella 2023

Málsnúmer 202303038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð aðalfundar HEF veitna ehf auk afgreiðslu byggðaráðs Múlaþings, dags. 07.03.23.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings staðfestir afgreiðslu byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302128Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 28.02.23, varðandi viðbrögð við áherslum frá stjórn Samtaka orkusveitarfélaga.

Til máls tóku: Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til bókunar byggðaráðs Múlaþings, dags. 28.02.23, og stjórnar Samtaka stjórnar orkusveitarfélaga, dags. 17.02.23, samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að staldra við í skipulagsmálum mögulegra virkjana þar til sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Aðstaða f.dagdvöl og tómstundastarf eldriborgara á Djúpavogi

Málsnúmer 202303056Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Austurlistanum þar sem sveitarstjórn er hvött til að kanna möguleika á að færa dagdvöl aldraðra sem nú er í Tryggvabúð á Djúpavogi í hentugra húsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi aðstöðu fyrir dagdvöl og tómstundastarf eldir borgara á Djúpavogi til fjölskylduráðs til afgreiðlsu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Leikskóli Seyðisfjarðar, starfsmannamál

Málsnúmer 202212049Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs Múlaþings, dags. 07.03.23, varðandi starfsmannamál leikskóla Seyðisfjarðar.

Til máls tók: Björg Eyþórsdóttir

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir þá tillögu fjölskylduráðs að sveitarfélagið aðstoði fagmenntað starfsfólk við að finna húsnæði á Seyðisfirði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Laxeldi á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar, dags. 08.03.23, varðandi laxeldi á Seyðisfirði.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar, Hildur Þórisdóttir, Björg Eyþórsdóttir, Eyþór Stefánsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsson, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Eyþór Stefánsson bar upp fyrirspurn, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir með andsvar, Ívar Karl Hafliðason sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Einar Freyr Guðmundsson sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Eyþórs, Þröstur jónsson sem svaraði fyrirspurn Eyþórs og Eyþór Stefánsson með andsvar og Helgi Hlynur Ásgrímsson einnig með andsvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi sem leiddi m.a. í ljós að umgjörð sjókvíaeldis við Íslandsstrendur hefur einkennst af veikburða og brotakenndri stjórnsýslu sem var vart í stakk búin til að takast á við aukin umsvif í greininni á undanförnum árum.
Sveitarstjórn Múlaþings skorar á stjórnvöld að tryggja markvissa endurskoðun á stjórnsýslu greinarinnar og bendir sérstaklega á að hvergi er fjallað um afgerandi aðkomu sveitarfélaga til að mynda varðandi skipulagsvald á fjörðum. Sveitarfélög fara með skipulagsvald á landi og hafa skipulagsgerð og leyfisveitingar út að 115 m stórstraumsfjöru. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa ítrekað bent á þennan ágalla og kallað eftir skipulagsvaldi sveitarfélaga á fjörðum og þar með væri aðkoma að leyfisveitingum sambærileg og gerist á landi.
Með óbreyttu fyrirkomulagi er lagalegur réttur sveitarfélaga til að hafa aðkomu að málum er varða atvinnuuppbyggingu innan síns svæðis ekki til staðar. Innan Múlaþings hefur verið mótspyrna meðal íbúa Seyðisfjarðar og mælist umtalsverð andstaða við uppbyggingu fiskeldis í firðinum. Mikilvægi þess að skipulagsvaldið sé í nærsamfélaginu er því öllum ljóst.

Sveitarstjórn Múlaþings tekur sérstaklega undir tillögur Ríkisendurskoðunar um að endurskoða þurfi Fiskeldissjóð og umgjörð hans enda mikilvægt að arðsemi af starfseminni skili sér til nærsamfélagsins.
Sveitarstjórn Múlaþings tekur undir með heimastjórn Seyðisfjarðar varðandi mikilvægi þess að þau ráðuneyti, sem fara með málaflokkinn, haldi kynningarfund sem fyrst fyrir íbúa í sveitarfélaginu varðandi stefnu og framtíðarsýn stjórnvalda. Sveitarstjóra falið að koma framangreindu á framfæri við þar til bær ráðuneyti.

Samþykkt með 8 atkvæðum, 2 sitja hjá (HHÁ,ÞJ) og einn á móti (ÁMS)

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Skýr og mikil andstaða gagnvart fiskeldi í opnum sjókvíum í firðinum ríkir á Seyðisfirði. Þetta hefur fengist staðfest með könnun sem sveitastjórn Múlaþings hafði frumkvæði að.

Heimastjórn bókar um kynningarfund viðeigandi ráðuneyta fyrir íbúa varðandi stefnu og framtíðarsýn stjórnvalda. Heimastjórn ætti hins vegar að ávarpa þann mikla meirihluta sem er á móti öllum áformum um fiskeldi í firðinum og lýsa tafarlaust yfir stuðningi með honum.

Þá myndi heimastjórn sinna skyldu sinni svo sómi væri af. Réttast væri svo að koma á framfæri við þar til bær ráðuneyti að stöðva eigi leyfisveitingu fyrir sjókvíaeldi tafarlaust, þar til unnið hefur verið úr ábendingum sem svo sannarlega koma fram í skýrslu ríkisendurskoðunar.




20.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að endurskipa þurfi varafulltrúa sveitarstjórnar í heimastjórn Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar sem og einn aðal- og varafulltrúa í stjórn Sigfúsarstofu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að Jónína Brynjólfsdóttir verði varafulltrúi fyrir Vilhjálm Jónsson í heimastjórn Fljótsdalshéraðs og einnig varafulltrúi fyrir Björgu Eyþórsdóttur í heimastjórn Seyðisfjarðar. Einnig samþykkir sveitarstjórn að Ívar Karl Hafliðason taki sæti sem aðalmaður í stjórn Sigfúsarstofu í stað Signýjar Ormarsdóttur og að Davíð Þór Sigurðarson taki sæti sem varamaður í stjórn Sigfúsarstofu í stað Önnu Alexandersdóttur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Þjónusta sveitarfélaga 2022, könnun

Málsnúmer 202302036Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður könnunar er Gallup gerði á meðal íbúa Múlaþings varðandi þjónustu sveitarfélagsins árið 2022 ásamt niðurstöðum fyrir sérspurningar fyrir hvern byggðakjarna.

Lagt til kynningar.

Til máls tóku: Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Stefánsson, Björg Eyþórsdóttir, Jónína Brynjólfsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Þröstur jónsson sem svaraði fyrirspurn Jónínu, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Eyþór Stefánsson, Einar Freyr Guðmundsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir til andsvara, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Eyþór Stefánsson með andsvar, Þröstur Jónsson með andsvar, Helgi Hlynur Ásgrímsson til andsvara, Hildur Þórisdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Ásrún Mjöll Stefánsson með andsvar og Eyþór Stefánsson.

Minnihluti sveitarstjórnamanna Múlaþings báru upp eftirfarandi tillögu:
Samkvæmt niðurstöðu skoðanakönnunar á vegum sveitarfélagsins sem birt var í febrúar 2023 leggjast 74% Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi og fyrirhuguðum framkvæmdum því tengdu í firðinum.

Óháð ólíkum sjónarmiðum innan sveitarstjórnar Múlaþings á laxeldi í Seyðisfirði lýsir sveitarstjórn yfir stuðningi með meirihluta íbúa á Seyðisfirði og skorar á viðeigandi stjórnvaldsstofnanir að taka tillit til vilja íbúa í áframhaldandi leyfisferli.

Sveitarstjóra falið að koma ofangreindu á framfæri.

Tillagan féll á jöfnu og því ekki samþykkt. 5 atkvæði voru á móti, 1 sat hjá (BE) og 5 með (ÞJ,ÁMS,HHÁ,ES,HÞ)

Þröstur Jónsson og Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lögðu fram eftirfarandi tillögu:
Samkvæmt niðurstöðu nýlegrar skoðanakönnunar á vegum sveitarfélagsins völdu 45% Héraðsbúa Norðurleiðina, 26% Suðurleiðina, en 29% sögðust hlutlaus, í leiðarvali frá Fjarðarheiðargöngum, Héraðs-megin. Því má segja að 63,4% þeirra Héraðsbúa sem tóku afstöðu hafi valið Norðurleiðina en 36,6% Suðurleiðina.
Í ljósi þessa mun sveitarstjórn Múlaþings líta til þessara niðurstaðna í samhengi við vinnu að nýju aðalskipulag fyrir Múlaþing sem og staðsetningu nýrrar Lagarfljótsbrúar.

Tillaga Þrastar Jónssonar og Ásrúnar Mjallar Stefánsdóttur var felld með 6 atkvæðum, 3 samþykkir (ÞJ,ÁMS,HHÁ) 2 sátu hjá (HÞ,ES)

22.Skýrslur heimastjórna

Málsnúmer 202012037Vakta málsnúmer

Formenn heimastjórna fóru yfir helstu málefni sem verið hafa til umfjöllunar hjá viðkomandi heimastjórn og kynntu fyrir sveitarstjórn.

23.Heimastjórn Borgarfjarðar - 33

Málsnúmer 2302023FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 4 og 5, Ívar Karl Hafliðason og Eyþór Stefánsson með andsvar

Lagt fram til kynningar.

24.Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 32

Málsnúmer 2302024FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 7, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir sem bar upp fyrirspurn, Vilhjálmur Jónsson sem svaraði fyrirspurn Ásrúnar,

Lagt fram til kynningar.

25.Heimastjórn Djúpavogs - 35

Málsnúmer 2302005FVakta málsnúmer

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason vegna liðar 10,

Lagt fram til kynningar.

26.Heimastjórn Seyðisfjarðar - 32

Málsnúmer 2303002FVakta málsnúmer

Til máls tóku vegna liðar 1. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Björg Eyþórsdóttir.

Lagt fram til kynningar.

27.Byggðaráð Múlaþings - 74

Málsnúmer 2302006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

28.Byggðaráð Múlaþings - 75

Málsnúmer 2302013FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

29.Byggðaráð Múlaþings - 76

Málsnúmer 2302018FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

30.Byggðaráð Múlaþings - 77

Málsnúmer 2302022FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

31.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 76

32.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 77

33.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 78

34.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 79

Málsnúmer 2303003FVakta málsnúmer

Í upphafi þessa dagskráliðar óskaði forseti eftir því að liður 2, undir þessari fundagerð yrði tekin til umfjöllunar og óskaði jafnframt eftir því að Þröstur Jónsson sveitarstjórnarfulltrúi myndi vikja af fundi undir þessum lið í ljósi fyrri afgreiðslu um vanhæfi.

Þröstur Jónsson óskaði eftir að taka til máls undir liðnum fundarstjórn forseta og vék af fundi í framhaldinu.

Til máls tóku: Vegna liðar 2, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson með andsvar. Þröstur Jónsson kom aftur inn á fund undir öðrum liðum.


Lagt fram til kynningar.

35.Fjölskylduráð Múlaþings - 62

Málsnúmer 2301013FVakta málsnúmer

Til máls tóku: Vegna liðar 5,Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn, Björg Eyþórsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar Jónsonar, Þröstur Jónsson, Guðný Lára Guðrúnardóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Þröstur Jónsson með andsvar, Björg Eyþórsdóttir og Helgi Hlynur Ásgrímsson

Lagt fram til kynningar.

36.Fjölskylduráð Múlaþings - 63

Málsnúmer 2302010FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

37.Fjölskylduráð Múlaþings - 64

Málsnúmer 2302020FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

38.Fjölskylduráð Múlaþings - 65

Málsnúmer 2303004FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

39.Ungmennaráð Múlaþings - 21

Málsnúmer 2302008FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

40.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 202010421Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti helstu mál sem hann hefur unnið að undanförnu og þau verkefni sem eru framundan

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?