Fara í efni

Niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal, erindi

Málsnúmer 202210205

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Múlaþings - 29. fundur - 09.11.2022

Fyrir liggur erindi til sveitarstjórnar varðandi niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal.

Til máls tóku: Pétur Heimirsson, Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.





Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 29. fundur - 08.12.2022

Fyrir liggur erindi til sveitarstjórnar, frá Agnari Eiríkssyni, þar sem lagt er til að sú brú sem notuð hefur verið frá 1957 yfir Gilsá í Skriðdal fái áfram að standa en verði ekki rifin.

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 9.11. 2022 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar um málið. Málið áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 30. fundur - 05.01.2023

Fyrir liggur erindi til sveitarstjórnar, frá Agnari Eiríkssyni, þar sem lagt er til að sú brú sem notuð hefur verið frá 1957 yfir Gilsá í Skriðdal fái áfram að standa en verði ekki rifin.

Á fundi sveitarstjórnar Múlaþings 9.11. 2022 var eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi erindi varðandi niðurrif brúar við Gilsá í Skriðdal til heimastjórnar Fljótsdalshéraðs til umsagnar.

Á fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs 8.12. 2022 var bókað:
Heimastjórn Fljótsdalshéraðs felur starfsmanni að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar um málið. Málið áfram í vinnslu.

Málið er áfram í vinnslu þar sem umsagnir Vegagerðar og Minjastofnunar hafa ekki borist.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 31. fundur - 02.02.2023

Fyrir liggur erindi til sveitarstjórnar, frá Agnari Eiríkssyni, þar sem lagt er til að sú brú sem notuð hefur verið frá 1957 yfir Gilsá í Skriðdal fái áfram að standa en verði ekki rifin.
Einnig liggur fyrir álit Minjastofnunar og minnispunktar.
Málið var tekið fyrir í heimastjórn 5.1. 2022.

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs leggur til við sveitarstjórn að taka málið upp við Vegagerðina, m.a. á grundvelli álits Minjastofnunar sem 'tekur undir þá hugmynd að leyfa brúnni frá 1957 að standa sé þess kostur. Þar með er brúarsögu svæðisins haldið lifandi og ýmsir möguleikar þar með fyrir hendi til kynningar á henni til fræðslu og gamans'. Heimastjórn tekur undir álit Minjastofnunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs, dags. 02.02.2023, varðandi framtíð eldri brúar við Gilsá í Skriðdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við tillögu heimastjórnar Fljótsdalshéraðs og álit Minjastofnunar beinir sveitarstjórn Múlaþings því til Vegagerðarinnar að tekin verði til skoðunar sú hugmynd að leyfa brúnni yfir Gilsá, sem hefur verið notuð síðan 1957, að standa sé þess kostur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur svar Vegagerðarinnar varðandi fyrirspurn sveitarstjórnar um möguleika þess að brúin yfir Gilsá frá 1957 fái að standa.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson og Ívar Karl Hafliðason

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í ljósi þess er fram kemur í svari Vegagerðarinnar, að til greina komi að Gilsárbrú frá 1957 fái að standa ef sveitarfélagið er tilbúið að taka brúna til eignar og viðhalds til framtíðar, er framkvæmda- og umhverfismálastjóra falið láta leggja mat á þann mögulega kostnað sem slíkt eignarhald gæti haft í för mér sér fyrir sveitarfélagið. Er niðurstaða liggur fyrir verði málið lagt fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn á móti(Þ.J)
Getum við bætt efni þessarar síðu?