Fara í efni

Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga,fjárhagsáætlun 2023

Málsnúmer 202303010

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 77. fundur - 07.03.2023

Fyrir liggur bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem fram kemur að EFS hefur yfirfarið fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2023 og leggur áherslu á mikilvægi þess að farið sé vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná lágmarksviðmiðum EFS. Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson, endurskoðendur, sátu fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir mikilvægi þess að farið sé vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná lágmarksviðmiðum EFS og vísar erindinu til sveitarstjórnar til kynningar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Magnús Jónsson og Sigurjón Örn Arnarson - mæting: 09:05

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs Múlaþings, dags. 07.03.23, þar sem erindi Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga er vísað til sveitarstjórnar til kynningar.

Til máls tók: Eyþór Stefánsson

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?