Fara í efni

Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Múlaþingi

Málsnúmer 202204208

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 74. fundur - 23.01.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss.
Verkefnisstjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss og vísar þeim til umfjöllunar hjá sveitarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:55

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 23.01.2023, þar sem fyrirliggjandi drögum að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til umfjöllunar.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir í fyrri umræðu, í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggja drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands til síðari umræðu í sveitarstjórn Múlaþings.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir við síðari umræðu, í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011., fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss. Verkefnisstjóra umhverfismála falið að sjá til þess að samþykktin verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?