Fara í efni

Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss í Múlaþingi

Málsnúmer 202204208

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 74. fundur - 23.01.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss.
Verkefnisstjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss og vísar þeim til umfjöllunar hjá sveitarstjórn í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:55

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 23.01.2023, þar sem fyrirliggjandi drögum að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands er vísað til sveitarstjórnar Múlaþings til umfjöllunar.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir sem bar upp fyrirspurn, Björn Ingimarsson sem svaraði fyrirspurn Hildar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir í fyrri umræðu, í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggja drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands til síðari umræðu í sveitarstjórn Múlaþings.

Til máls tók: Ívar Karl Hafliðason.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir við síðari umræðu, í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011., fyrirliggjandi drög að sameiginlegri samþykkt sveitarfélaga á starfssvæði Heilbrigðiseftirlits Austurlands um umgengni og þrifnað utan húss. Verkefnisstjóra umhverfismála falið að sjá til þess að samþykktin verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd