Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, Útrás og hreinsivirki

Málsnúmer 202111135

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 39. fundur - 24.11.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur beiðni frá HEF veitum um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna fyrirhugaðra framkvæmda við útrás og hreinsivirki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi. Jafnframt verði skoðað hvort fleiri breytingar verði gerðar samhliða ef það er talið geta hentað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 21. fundur - 07.12.2021

Kynnt fyrir heimastjórn staðan á vinnu við Aðalskipulagsbreytingu vegna útrásar við Langatanga.

Heimastjórn fagnar því að þessi vinna sé farin af stað og jafnramt lýsir yfir ánægju með að frárennslismál byggðarlagsins í heild, séu nú í endurskoðun og áform um frekari úrbætur séu komnar á áætlun.

Heimastjórn telur mikilvægt að gengið sé vel um umhverfi Langatanga, sem er að mestu ósnortið og að allur frágangur sé góður og mannvirki falli vel að umhverfinu.

Einnig vill Heimastjórn hvetja til að nýta sem best möguleg samlegðaráhrif við þessa framkvæmd og stígagerð á svæðinu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 18. fundur - 08.12.2021

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.11.2021, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson,Helgi H.Ásgrímsson og Stefán B.Sveinsson

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi Djúpavogshrepps sem geri ráð fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum við fráveitukerfi. Jafnframt verði skoðað hvort fleiri breytingar verði gerðar samhliða ef það er talið geta hentað. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 42. fundur - 05.01.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir nýja vegtengingu og fráveitumannvirki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 19. fundur - 12.01.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 05.01.2022, þar sem því er vísað til sveitarstjórnar að fyrirliggjandi skipulagslýsing vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir nýja vegtengingu og fráveitumannvirki verði kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við ákvæði 30. gr. sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa falin framkvæmd málsins.

Til máls tóku: Hildur Þórisdóttir, Þröstur Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 22. fundur - 13.01.2022

Lagt fram til kynningar greinargerð að Aðalskipulagsbreytingu við Gleðivík og vegna útrásar við Langatanga.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 48. fundur - 02.03.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsögn Vegagerðarinnar, dagsett 27. janúar 2022, við skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna nýrrar vegtengingar, útrásar og hreinsivirkis. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til umsagnarinnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir með vísan til umsagnar Vegagerðarinnar að leggja til við sveitarstjórn að sótt verði um nýja vegtengingu fyrir Djúpavog í samræmi við fyrirliggjandi áform um breytingu á aðalskipulagi.

Málið er að öðru leyti áfram í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 21. fundur - 09.03.2022

Fyrir lá bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.03.2022, þar sem lagt er til við sveitarstjórn Múlaþings að sótt verði um nýja vegtengingu í samræmi við áform um breytingu á aðalskipulagi Djúpavogshrepps.

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að sótt verði um nýja vegtengingu fyrir Djúpavog í samræmi við fyrirliggjandi áform um breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dagsett 16. júní 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna breytinga á íbúða og atvinnusvæðum og veitum á Djúpavogi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 28. fundur - 11.08.2022

Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn heimastjórnar Djúpavogs við vinnslutillögu fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 vegna nýrrar vegtengingar, veitna og breytinga á íbúða- og atvinnusvæðum.

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við framkomnar tillögur, æskilegt hefði verið að fá þær inn fyrir síðasta fund til að tryggja skilvirkara ferli við breytinguna. Mikilvægt er að ljúka þessari vinnu sem allra fyrst til að fræmkvæmdir við fráveitu geti hafist án tafar.

Einnig er mikilvægt að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 69. fundur - 21.11.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað, dagsett 16.11.22, frá skipulagsfulltrúa Múlaþings varðandi breytingu á viðfangsefni skipulagstillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps fyrir útrás, íbúða- og atvinnusvæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirhuguð breyting á vegtengingu verði tekin út úr fyrirliggjandi skipulagsbreytingu í samræmi við efni minnisblaðs skipulagsfulltrúa sem fyrir liggur. Ráðið samþykkir jafnframt að gerð verði breyting á skipulagstillögunni sem rúmi fyrirhugaða grjótvörn og göngustíg ásamt lítilsháttar stækkun á hafnarsvæðinu norðan við Voginn á móti Hótel Framtíð til að rúma fyrirhugaða lagfæringu á aðstöðu þar og uppbyggingu á sjóvörn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Heimastjórn Djúpavogs - 32. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða veglínu sérstaklega ef hún leiðir til þess að skipulag í og við Gleðivík liggi fyrir fyrr en ella. Sömuleiðis gerir heimastjórn ekki athugasemdir við skipulagshugmyndir Vegagerðarinnar varðandi hafnarsvæðin á Djúpavogi en leggur áherslu á að unnið verði að verkefninu í góðu samráði við íbúa og aðra hagaðila. Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs til áframhaldandi vinnu.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Jónsson - mæting: 10:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 76. fundur - 13.02.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020. Breytingin er sett fram í greinargerð og á uppdrætti og tekur til 6 atriða: Stækkun á athafnasvæði við Innri-Gleðivík, stækkun á hafnarsvæði við Voginn, ný fráveitumannvirki, stækkun á íbúðarsvæði við Fögruhlíðakletta og Hammersminni, ný sjólögn við Innri-Gleðivík, ný gönguleið frá Löngubúð að Innri-Gleðivík og ferðamannabryggja við Hótel Framtíð.
Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til auglýsingar tillögunnar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að hún verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 34. fundur - 15.03.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings, dags. 13.02.23, þar sem tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 var til umfjöllunar.

Til máls tók: Guðný Lára Guðrúnardóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings að fyrirliggjandi tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 91. fundur - 21.08.2023

Auglýsingu tillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 lauk 27. júlí síðast liðinn. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Náttúrufræðistofnun Íslands auk þess sem Búlandstindur ehf. sendi inn athugasemd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði lagfæringar á orðalagi í samræmi við umsögn MÍ og kaflanum um umhverfismat áætlunar í samræmi við ábendingar sem fram koma í umsögn NÍ. Í umsögn Búlandstinds er að meginefni fjallað um framtíðaráform sem eru ekki viðfangsefni þessarar tillögu og samþykkir ráðið að vísa umsögninni til frekari úrvinnslu við gerð skipulagsbreytingar sem unnið er að varðandi stækkun hafnar- og athafnasvæðis við Innri Gleðivík. Málinu er vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Múlaþings - 39. fundur - 13.09.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 21.8.2023 þar sem til umfjöllunar voru breytingar á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020.

Til máls tóku: Helgi Hlynur Ásgrímsson, Þröstur Jónsson sem bar upp fyrirspurn og Jónína Brynjólfsdóttir sem svaraði fyrirspurn Þrastar, Þröstur Jónsson, Ívar Karl Hafliðason, Helgi Hlynur Ásgrímsson og Þröstur Jónsson með andsvar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn Múlaþings fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 og felur skipulagsfulltrúa framkvæmd málsins.

Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá (ÞJ)

Heimastjórn Djúpavogs - 50. fundur - 06.06.2024

Heimastjórn bendir á að mikilvægt sé að vel sé gengið frá eftir framkvæmdir við fráveituna, bæði innanbæjar og utan. Einnig vill heimastjórn benda á afgreiðslu á lið 7 í þessari fundargerð, (málsnr. 202208140) um framtíðarskipulag á svæðinu.


Getum við bætt efni þessarar síðu?